Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Blaðsíða 8

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Blaðsíða 8
8 STEFÁN KARLSSON inn, og síðastnefnda handritið hefur í stað annars þriðjungsins haft Ólafs sögu helga hina sérstöku. Loks hefur Sverris saga fylgt Heims- kringlu í flestum þessara handrita og Hákonar saga Hákonarsonar verið í þeim öllum nema 39. Auk þessara handrita eru varðveitt brot úr fáeinum Heimskringlu- handritum sem ekki hafa verið skrifuð upp meðan þau voru heillegri. Sum þessara brota hafa verið á íslandi, en önnur hafa verið í Dan- mörku eða í Noregi áður en þau komu í opinber söfn. Glatað eða glötuð Heimskringluhandrit höfðu þeir í höndum í Nor- egi á 16. öld Laurents Hansson kóngsbóndi og presturinn og rithöfund- urinn Peder Clausson Friis, og í konungasagnahandriti sem íslend- ingurinn Jón Rúgmann þýddi á sænsku um 1670 var m. a. þriðji þriðjungur Heimskringlu, en þetta handrit brann í Uppsölum 1702. Eins og fram kemur í þessu yfirliti hefur verið heldur snautt um Heimskringluhandrit á Islandi á 17. öld, enda þótt hér væru þá enn handrit ýmissa annara þeirra konungasagna sem íslenskir menn höfðu sett saman á miðöldum. Nafn Snorra Sturlusonar var tengt Eddu hans, sem öðlaðist nýjar vinsældir á því áhugaskeiði fornfræða sem 17. öld var, en þó að þess væri getið í Sturlunga sögu að Snorri hefði sett saman sögubækur og til Snorra sé vitnað á nokkrum stöðum í Ólafs sögu Tryggvasonar hinni mestu, þar sem vísað er til Heimskringlu- texta, og á einum stað í Orkneyinga sögu, þá var sagnaritarinn Snorri dreginn fram úr ‘djúpri gleymskunótt’, eins og Arngrímur lærði komst að orði í bréfi til Ole Worm, þegar Worm birti þýðingu Peders Claussonar, Snorre Sturlesons Norske Kongers Chronica, 1633. Vitn- eskjuna um að Snorri væri höfundur Heimskringlu hefur Worm lík- lega haft frá Peder Claussyni og a. m. k. úr konungasagnaþýðingu sem Laurents Hansson kóngsbóndi í Noregi hafði gert um miðja 16. öld, en þeir Laurents Hansson og Peder Clausson hafa haft hana úr glötuðu handriti (eða handritum). Þetta handrit hafa sumir haldið að hafi verið Kringla, en Jakob Benediktsson sýndi fram á 1955 að svo hafi ekki verið (sbr. 7. kafla). 4. Ferill Kringlu og uppskriftir Bæði handritið Kringla og Heimskringla sjálf draga nafn sitt af upp- hafsorðum Ynglinga sögu, ‘Kringla heimsins, sú er mannfólkið byggir, er mjög vogskorin’, en með þessum orðum og framhaldi þeirra er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.