Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Blaðsíða 13

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Blaðsíða 13
KRINGUM KRINGLU 13 úr bókinni, hefði slíkt blað fremur átt að verða viðskila við bókina en varðveitta blaðið, en ljóst er af uppskrift Ásgeirs að ekki hefur vantað annað blað í sama kveri. Varðveitta blaðið hefur því losnað úr kver- inu við það að heftiþráður hefur slitnað eða verið skorinn. Allar líkur benda til þess að Jón Eggertsson hafi fjarlægt blaðið úr Kringlu þegar hann skrifaði hana upp, þar sem bókin fór til Noregs sama árið og Jón lauk uppskrift sinni (sbr. 4. kafla), og það væri með ólíkindum að Þormóður hefði látið blaðið frá sér eftir að hann fékk Kringlu til Noregs og var ekki enn búinn að láta skrifa hana upp. Ekki verður vitað hvort Jón hefur látið blaðið fylgja uppskrift sinni til sannindamerkis um að hann skrifaði eftir mjög gamalli membrana ellegar það hefur borist til Svíþjóðar síðar, en sambúð ríkjanna var ekki með þeim hætti á 17. öld að Svíar hefðu fúlsað við fágæti úr dönsku safni, enda þótt það væri miður vel fengið. Til marks um fláttskapinn má nefna að eftir að Jón Eggertsson var búinn að vera á snærum Svía í fimm ár, hafði bæði keypt fyrir þá handrit á íslandi og skrifað upp fyrir þá í Kaupmannahöfn - m. a. í fangelsi þar - vott- aði sænska fornfræðastofnunin 1686 að hann hefði aldrei orðið henni úti um íslensk handrit. En hér á ekki við að vanda um siði löngu látinna manna, því að blaðið úr Kringlu hefði orðið eldsmatur eins og aðrir partar bókarinnar ef Jón Eggertsson hefði ekki gripið það úr henni. Tiltæki hans varð því í rauninni happaverk. 6. Útlit blaðsins Kringlublaðið er fremur þunnt, þannig að skriftin skín sums staðar í gegn um skinnið. Það er ljósleitt eins og títt er um handrit sem hafa verið í Noregi og hafa ekki verið lesin jafn-oft og af jafn-mörgum kyn- slóðum og í jafn-lélegum húsakynnum og þorri þeirra skinnbóka sem varðveittust á íslandi fram á 17. öld eða lengur. Að undanskildum kjalgeira þeim sem á var minnst í síðasta kafla er breidd Kringlublaðsins 23,2 - 23,5 sm., en hæðin er 25,6 - 26,6 sm. Upphafiega hefur blaðið þó verið mun hærra, því að neðri spássía er svo sem engin nú. Auk þess mun bókin hafa verið (endur)bundin á 16. eða 17. öld og efri og ytri spássía þá verið skornar, því að orð frá 16. öld á ytri spássíu (sbr. 7. kafia) eru skert og raufar á ytri blað- jöðrum, sem gerðar eru þegar strikað er fyrir dálkum og línum, eru allar horfnar nema ein sem sést uppi yfir innstu dálkjöðrum. (Leifar af strikum með bleki fyrir dálkum og línum verða varla greindar þar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.