Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Blaðsíða 16

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Blaðsíða 16
16 STEFÁN KARLSSON og AM 93 fol., sem er eiginhandarrit Laurents Hanssonar að þýðingu hans úr konungasögum (sbr. 3. kafla), og honum þótti þarna vera komin fullnaðarsönnun fyrir því að Kringla hefði verið það Heims- kringluhandrit sem Laurents Hansson hefði notað við þýðingu sína auk Fríssbókar, sem lögð var til grundvallar þýðingunni. Grein (1) í Kringlu taldi Finnur líklegt að væri einnig með hendi Laurents Hans- sonar. í Skírnisgrein 1955 færði Jakob Benediktsson fram traust rök fyrir því að þetta Heimskringluhandrit sem Laurents Hansson notaði hefði ekki verið Kringla, og honum þóttu þessir fáu stafir í (2) vera ónógir til þess að unnt væri að fullyrða að hönd Laurents Hanssonar væri á spássíu Kringlu. Að þessu skal hér hugað ögn nánar. Finnur Jónsson nefndi sérstaklega líkindi með A í (2) Aff og Astridt F (= Codex Frisianus) 29r, en einnig mætti nefna Astrid F 37r, Aff F 60v og aff F 59v. J í (2) Jar er áþekkt J í Jorsala F 73r, og aðrir stafir í (2) eiga sér samsvörun í spássíugreinum Fríssbókar. Sé borið saman við ritsýni með hendi Laurents Hanssonar úr Thott 1272 fol. í Saga- sprák og stil eftir Egil Eiken Johnsen, reynast skriftarlfkindi við (2) í Kringlu reyndar minni, en þó er þar t. a. m. A neðst á spássíu, sem er allt að einu og A í (2) Aff. Meiri líkindi eru með umræddri spássíu- grein í Kringlu og rithendi Laurents Hanssonar í AM 93 fol., sem ég hef fengið fáein ritsýni úr; þar er t. a. m. Affíi spássíu f. 123v nær allt að einu og Affí Kringlu, og líkt er einnig Jarll 61r6 og 141r5. (Blaða- tölur eru hér í samræmi við tölusetningu þýðanda sem farið er eftir í útgáfu Storms 1899.) Það sem tekur af tvímæli um að handaverk Laurents Hanssonar séu á Kringlu er spássíugreinin (1), sem á sér glöggar samsvaranir í Fríssbók. Þar er á þó nokkrum stöðum vakin athygli á einhverju í frá- sögninni með því að teikna hönd utanmáls og láta hana benda inn í textann, og sumar þessara handa eru að heita má allt að einu og handarmyndin í Kringlu, drættir fínlegir, ekki dregnir nema fingur og handarbak að ofan, og vísifingur er ögn bjúgur og óeðlilega langur. Við slíkar handamyndir stendur „prou(erbium)“ F 22r og „pro(uerbium)“ F 76v (tvisvar), en án handarmyndar stendur ,,prouerb(ium)“ F 71v og „prou(erbium)“ F 79r, og alls staðar er sá hluti orðsins sem skrifaður er rétt eins og í Kringlu. Handarmynd á spássíu, eins dregin og lýst var hér að framan, er einnig í AM 93 fol., f. 47r, og fleiri handamyndir eru þar á ff. 22, 28, 57, 61 og 111 samkvæmt útgáfu Storms, en þær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.