Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Blaðsíða 18

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Blaðsíða 18
18 STEFÁN KARLSSON segir um Friðrik keisara (1215-50) ‘er nú var keisari í Rúmaborg’, en í öðrum handritum er annað orðalag (sbr. Storm, Snorre Sturlassöns Historieskrivning, 5-6). Líklegt er að í frumriti Heimskringlu hafi staðið ‘er nú er keisari ...’, en sagnmyndinni hafi verið breytt í erkiriti Kringlu og 39 (X-flokksins) eftir 1250. Auk Heimskringlu var Skáldatal í Kringlu, og er það m. a. varð- veitt í uppskrift Árna Magnússonar (sbr. 4. kafla). Samkynja Skálda- tal, en í yngri gerð, er í Uppsala-Eddu, og báðir textarnir vóru gefnir út með rækilegum skýringum í 3. bindi Eddu-útgáfu Árnanefndar 1880-87. 1 báðum gerðum Skáldatals eru Gissur jarl og Sturla Þórðarson taldir meðal skálda Hákonar konungs Hákonarsonar, en aðeins í yngri gerðinni er Sturla jafnframt talinn skáld Magnúsar Hákonar- sonar og Birgis jarls Magnússonar. Gissur hlaut jarlsnafnbót 1258, en hitt er óvissara hvenær Sturla orti fyrst um Hákon konung. í Sturlu þætti í Sturlunga sögu segir frá því að Sturla flutti Magnúsi konungi kvæði um hann sjálfan og annað um Hákon föður hans haustið áður en Hákon konungur andaðist í Orkneyjum, þ. e. a. s. 1263. í Sturlu þætti er einnig getið um tvö kvæði Sturlu um Birgi jarl, en ekki er ljóst hvenær hann á að hafa ort þau; fyrra kvæðið hefur hann væntanlega ort 1263 eða skömmu síðar, og það síðara hlýtur hann að hafa ort eftir 1263 en fyrir 1266, sem er dánarár Birgis jarls. Eins og að framan segir hefur forrit Heimskringlutexta Kringlu verið skrifað eftir 1250, þannig að það ár er öruggt fyrra tímamark Heimskringlutextans. Ekkert bendir til þess að Skáldatal (sem er varð- veitt í uppskrift Árna Magnússonar, stafréttri að því er virðist) hafi verið með annari hendi en Heimskringlutextinn, og þar sem Kringlu- blaðið ber það með sér að vera ritað af þaulæfðum skrifara sem ugg- laust hefur haft bókagerð að atvinnu, er trúlegast að hann hafi skrifað alla bókina í einni lotu - á fáeinum mánuðum. Árni Magnússon hefði að öllum líkindum getið þess í uppskrift sinni, ef eitthvað í Skálda- tali hefði verið með annari hendi en meginmál þess, og því má full- víst telja að Skáldatal hafi verið skrifað eftir að Gissur Þorvaldsson hlaut jarlsnafnbót 1258. Gustav Storm taldi í riti sínu um sagnaritun Snorra (bls. 206) að bak við nafn Sturlu í Skáldatali Kringlu leyndust eitt eða fleiri glötuð kvæði, sem Sturla hefði sent Hákoni konungi fyrir 1263 - jafnvel löngu fyrr. Torvelt er þó að koma auga á tilefni slíkrar kvæðasendingar eða ástæður þess að hennar sæi engan stað í Hákonar sögu Sturlu,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.