Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Blaðsíða 27

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Blaðsíða 27
27 vinna, og því eðlilegt, að hann beindi kröftum sínum í fyrstu lotu meira inn á við, að lifandi sambandi við heimaþjóðina sjálfa. Einn þáttur í þeirri viðleitni var útgáfa hans 1924 á íslenzkri lestrarbók 1400-1900 með hinni merku ritsmíð hans um Samhengið í íslenzkum bókmenntum. En þótt bók þessi væri fyrst og fremst ætluð íslenzkum skólanem- endum og alþýðu manna á íslandi, segir Sigurður svo í formála, að hún ætti „ekki síður að geta komið að notum í erlendum háskólum, þar sem íslenzkum bókmenntum er gaumur gefinn“. Það var því ekki ófyrirsynju, að Sigurður sendi Halldóri Her- mannssyni eintak lestrarbókarinnar svona til að kanna, hvernig hún fengi á hann. Og það stóð ekki á svari frá Halldóri, hann skrifar Sigurði 1. nóvember 19241) og segir þar m. a.: „Beztu þakkir fyrir eintak það af Lestrarbók yðar, sem þér voruð svo vingjarn að senda mér. Mér virðist það vera ágæt bók og vel í hana valið. Auðvitað er það nokkuð, sem lengi má deila um, hvað eigi að taka í svona bækur, enda verður smekkur hvers einstaklings að ráða þar um, og enginn gerir svo öllum líki í því efni, en með sanngirni verður ekki mikið fundið að vali yðar. Það skyldi þá helzt vera, að fleiri höf- undar væru ekki teknir með, en þar sem þetta er lestrarbók og ekki sýnisbók, hefur sú aðfinning lítið gildi.“ Halldór víkur nú að öðru efni og segir: „Merkilegt er að sjá, að ráðizt hefur verið á yður útaf því, sem þér segið um Einar Kvaran, en það er þó hverju orði sannara, sem þér segið um hann. Og greinar- gerð yðar fyrir afskiptum yðar af þessum ‘Nobel prize rumor’ get ég ekki annað en fyllilega fallizt á. Ég held, að Einar mundi “cut a poor figure” sem Nobelsverðlaunamaður, og ég held varla neinum mundi detta í hug að veita honum þau nema þeim, sem lesa íslenzkar bókmenntir eingöngu.“ Halldór þakkar Völuspárútgáfu Sigurðar, er Háskóli íslards hafði sent honum, og lýkur loísorði á verkið. Hann fagnar því og, að Sigurður skuli ekki fara frá háskólanum (til Noregs, eins og til hafði staðið). „Landið má ekki missa yður, enda mun það líka sannast, að þér njótið yðar bezt sem andlegur leiðtogi heima, jafnvel þótt erfitt sé þar ýmislegt fyrir vísindamann.“ Sigurður þakkar Halldóri þetta bréf í bréfi til hans 3. febrúar 1) Bréf Halldórs til Sigurðar eru varðveitt í Landsbókasafni, en Sigurður gaf því fyrir nokkrum árum mikið safn bréfa, er honum höfðu borizt um ævina. - Bréf Sigurðar til Halldórs eru hins vegar varðveitt í bókasafni Gornell-háskóla í íþöku, og hefur Vilhjálmur Bjarnar bókavörður þar sent hingað heim ljósrit þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.