Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Blaðsíða 32

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Blaðsíða 32
32 UM VINÁTTU OG BRÉFASKIPTI gripum þeim og handritum, sem frá íslandi hafa komizt inn í dönsk söfn, hafa Danir ekkert fram að færa í þágu Islendinga, því að ekki verður talið það litla fé, sem á sínum tíma var greitt fyrir sumt af þessu, enda hefur þetta flestallt komizt til Danmerkur beinlínis eða óbeinlínis fyrir tilhlutan stjórnarinnar eða vegna stjórnarfarsins og fyrirkomulags menntamálanna, og er meginið af því gefið af ein- stökum mönnum. En þetta er mál, sem sízt má ganga fram hjá, þegar verið er að gera upp reikningana milli Dana og íslendinga, því að enginn má ætla, að það skipti ekki íslendinga, sem nú lifa og síðar fæðast, hvað um þessa hluti verður og hvernig með þá er farið. Að gera upp skuldaskipti þessara tveggja þjóða er alls ekki til dægrastyttingar einnar; það er alvörumál og nauðsynjaverk til rétt- lætingar þeirri þjóð, sem þessar mörgu aldir laut í lægra haldi og nú loksins er farin að rétta sig úr kreppunni og að heimta viðurkenn- ingu á því, sem hún var og er. Hingað til hefur hin pólitíska og fjár- hagslega hlið sambandsins við Dani setið í fyrirrúmi fyrir öðru; en þar sem nú er nokkurn veginn búið að ráða fram úr því, koma önnur mál til greina, sem krefjast úrlausnar. Enda hefur þetta mál um forn- gripi og handrit verið á döfinni um nokkurn tíma og verið allmikið rætt manna á milli, þó að ekki hafi mikið birzt á prenti um það almenningi til skilnings og leiðbeiningar. Það er ekki ætlun mín að rita hér um forngripi; til þess eru aðrir færari en ég. Hins vegar vildi ég taka handritamálið til umræðu, ef vera mætti, að ég gæti skýrt það fyrir mönnum. Er þá fyrst að gefa sögulegt yfirlit yfir handritasöfnunina, afleiðingar hennar og annað, er þar að lýtur; að lokum skal ég víkja að því, hversu bezt yrði ráðið fram úr málinu, eins og það nú horfir við.“ Þess er ekki kostur né heldur ástæða til að rekja hér hina glöggu greinargerð Halldórs fyrir gangi þessara mála allt frá því á 17. öld og fram á 3. tug tuttugustu aldar, en hún sýnir, hve vandlega hann hefur hugsað þau það ár, er hann var við Árnasafn, 1925-26. Hann kveðst þá hafa skýrt formanni Árnanefndar frá því, „hverjar breyt- ingar mér þættu æskilegar á henni, svo að hún stuðlaði að samvinnu milli Dana og Islendinga og jafnframt færði út kvíarnar. Ég gerði jafnvel að skilyrði, að þessar tillögur mínar um breytingu væru að einhverju teknar til greina, ef ég ætti framvegis að vera við safnið.“ Hann getur síðan í greinarlok nokkurra helztu breytinganna, er honum sýnist, að gera ætti á fyrirkomulagi stofnunarinnar, og segir þá m. a.:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.