Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Blaðsíða 33

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Blaðsíða 33
HALLDÓRS HERMANNSSONAR OG SIGURÐAR NORDALS 33 „Árna Magnússonar stofnunin er í raun og veru íslenzk; hún var gefin af íslending háskólanum, þar sem landar hans höfðu sérrétt- indi til náms, sem nú hafa verið afnumin. Hún hefur frá byrjun að mestu leyti verið undir danskri stjórn, nema að einn og stundum tveir Islendingar hafa átt sæti í nefndinni og þeir verið jafnan starf- mestir þar. Með hvarfi íslendinga frá Kaupmannahöfn mundi Arnanefndin verða aldönsk, og er ekki að vita, hvernig hún kynni þá að breytast með tímanum, og gætu íslendingar ekki fengið neitt að- gert í því efni, nema einhverjir samningar væru gerðir milli ríkjanna um þetta og annað, sem íslenzkt er í dönskum söfnum. Árnanefndin væri einmitt vel til þess fallin að vera sambandsliður milli Dana og Islendinga, en til þess yrði að breyta henni frá því sem er. Ég tel heppilegast að gera þá breytingu á henni, að tveir prófessorar í íslenzkum fræðum (sögu og bókmenntum) í Reykjavík yrðu embættis síns vegna meðlimir nefndarinnar; þó að þeir byggju á íslandi, þyrfti það ekki að hindra þá frá því að vera starfandi meðlimir hennar, eins og verki nefndarinnar er háttað. Fjarlægðin hefur ekki svo milda þýðingu nú á tímum, þegar samgöngur eru svo greiðar, að hægt er bæði að ferðast fljótt og að koma skeytum skjótt milli manna. Þá ætti og að vera bókavörður við Árnasafn, sem jafnframt væri meðlimur nefndarinnar og skrifari hennar; hann ætti að skipa einungis samkvæmt meðmælum bæði frá háskólanum íslenzka og þeim danska; auðvitað ætti bezt við, að hann væri jafnan íslendingur, þó væri ef til vill réttast að gera það ekki beinlínis að skilyrði, ef maður annars væri vel fallinn til stöðunnar. Hann ætti að vera fram- kvæmdarstjóri nefndarinnar og standa fyrir útgáfum allra þeirra rita, sem gefin væri út af nefndinni, og fá menn til að vinna við rit- störf, sem undir hana heyra. Þetta ætti að vera virðuleg staða og vel launuð; en svo virðist sem nefndin og danska stjórnin hafi aldrei getað komið sér saman jafnvel um einfalda bókavarðarstöðu, því að það hefur stöðugt verið hringl um það fram og aftur. Ég hef heyrt utan að mér, að ég í sambandi við þessa breytingu hafi farið fram á stór fjárframlög til nefndarinnar. Þar í liggur misskilningur nokkur. Ég stakk upp á því, að ef svona breyting kæmist á, þá væri svo umbúið, að ýmsir styrkir, sem annars væru veittir til íslenzkra eða sameiginlegra bókmenntalegra fyrirtækja í Höfn, ættu að ganga til nefndarinnar og hún látin sjá um framkvæmd á slíku, enda ber danska ríkinu ekki að leggja fram fé til íslenzkra bókmennta að öðru en því, sem heyrði til samvinnu milli þjóðanna 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.