Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Blaðsíða 34

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Blaðsíða 34
34 UM VINÁTTU OG BRÉFASKIPTI eða snerti íslenzk söfn í Danmörku. Ég hef líka bent á, að dansk- íslenzki sambandssjóðurinn gæti varla betur varið tveim eða þrem þúsundum króna árlega en með því að fá þær nefndinni, svona breyttri, til umráða; enda er það aðaltilgangur sjóðsins að efla and- lega samvinnu milli landanna. En nefndin ætti þá líka að breyta útgáfuaðférð sinni og koma bókum sínum betur á framfæri en hún hingað til hefur gert. Hún ætti ekki heldur nauðsynlega að þurfa að gefa þær út á dönsku eða íslenzku, heldur eins og kringumstæðurnar byðu á því máli eða þeim málum, sem bezt ætti við í hvert skipti, svo að þær kæmu að sem mestum notum, og velja rit til útgáfu, sem eftirspurn er eftir.“ Halldór leggur að síðustu til, „að nokkrir danskir og íslenzkir háskólakennarar eða vísindamenn væru kvaddir til að athuga þetta mál og gera tillögur um það, svo að báðar þjóðirnar gætu sætt sig við. Bezt væri, að þetta væri gert sem fyrst, því að annars er hætt við, að þessu máli verði slengt saman við sambandsmálið, sem nú mun bráðlega koma aftur til umræðu og ákvörðunar, en þau tvö mál eiga ekki leið saman og ættu því að vera útkljáð hvort fyrir sig. Næsta ár eru tvö hundruð ár liðin frá dauða Árna Magnússonar, og mun Árnanefndin ætla að minnast þess á tilhlýðilegan hátt. En ég hygg, að bezt yrði hans minnzt með því að gera enda á deilum þeim, sem staðið hafa um nafn hans og söfnunarstarf, og með að fá sæmi- lega úrlausn á því máli, sem snertir framtíð íslenzkra vísinda og við- gang þeirra fræða, sem hann bar mest fyrir brjósti.“ Vér látum nú handritamálið hvílast um hríð og víkjum aftur að sambandi þeirra Halldórs og Sigurðar, en nokkurt hlé virðist hafa orðið á bréfaskiptum þeirra um þetta leyti. Af bréfi Sigurðar 12. marz 1931 verður ráðið, að fund þeirra hefur borið saman á alþingis- hátíðinni 1930, en samverustundirnar orðið færri en skyldi. Sigurður huggar sig við, að þeir muni bráðum hittast aftur og þá vestan hafs, því að í ráði sé, að hann verði næsta vetur í Harvard, þangað sem honum var boðið sem C. E. Nortons prófessor. Halldór samfagnar Sigurði í bréfi 25. apríl 1931 yfir þeim heiðri, er honum, íslenzka háskólanum og íslenzkum fræðum hafi þannig verið sýndur, og kveðst einnig vona, að Sigurður geti skroppið til íþöku, meðan hann dveljist vestra, og haldið fyrirlestur við Cornell- háskóla. í bréfinu segir hann ennfremur: „Það gleður mig mikið, að yður fellur íslendingabókarútgáfa mín [en Sigurður vék vinsamlega að henni í bréfi sínu 12. marz]. Ég held ég hafi brugðið þar nýju Ijósi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.