Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Blaðsíða 39

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Blaðsíða 39
halldórs hermannssonar og sigurðar nordals 39 skilnu greinargerð Halldórs um útgáfustarfsemina síðustu áratugina og það handahóf, sem þar hefði oft verið látið ráða. Halldór víkur nokkuð að þessum málum í bréfi, er hann skrifaði Sigurði frá London 1. febrúar 1934, rétt áður en hann lagði af stað vestur um haf: „Mér dvaldist lengur í Khöfn en ég hafði ætlazt til, komst ekki hingað fyrr en eftir nýár. Voru ýmsar ástæður til þess. Ekki var það þó ÁM-nefndarmálið, því að með það hafði ég mjög lítið að gera. Munksgaard hefur víst skrifað þér um allt, sem skeð hefur. Nú kvað nefnd vera komin á laggirnar til að athuga það, en hvað hún gerir, verður tíminn að sýna. Eg geri mér litlar vonir um það, að fyrirkomulag það, sem hún stingur uppá, verði fullnægjandi fyrir okkur Islendinga, en sem sagt maður má ekki segja neitt um það fyrirfram. Munksgaard segir, að ég sé pessimisti, og kann það vel að vera. Frú Lis [dr. Lis Jacobsen] fékkst allmikið við málið, og sagði ég henni, að ég mundi fús að taka forstöðuna að mér til reynslu eitt ár eða tvö, en frekar gæti ég ekki sagt fyrr en ég vissi, hvernig stofnun þetta yrði og hvaða þýðingu hún fengi. Staðan yrði bæði eftirlaunalaus og þó líklega yrði sá sem henni héldi að fara frá við venjulegt aldurstakmark. Ég býst líka við, að þið heima kærðuð ykkur ekki um að hafa fulltrúa í nefndinni, nema því aðeins að hér væri um stofnun að ræða, sem nokkuð kvæði að, og ekki bara rekonstrúeruð Árnanefnd, sem lítið fé hefði til for- ráða og því gæti litlu komið til leiðar. Það verður að vera virkileg stofnun með bókasafni etc.“ Sigurður Nordal reifar þessi mál örlítið í bréfi til Halldórs 21. marz 1934, þar sem hann segir: „Munksgaard er óþreytandi að skrifa um Institútið, en við ramman er þar reip að draga. Einar Arn- órsson kom heim í gær og kann víst eitthvað um það að segja, en ég hef ekki hitt hann ennþá. En hvað sem úr þessu kann að verða nú í bráðina, þá er áreiðanlega til bóta, að þetta umtal hefur orðið um málið og einhver hreyfing komizt á þann gamla stöðupoll.“ Finnur Jónsson prófessor lézt í Kaupmannahöfn 30. marz 1934, og minnist Halldór hans svofelldum orðum í bréfi til Sigurðar frá London 15. júlí: „Þá er Finnur genginn veg allrar veraldar. Requiescat in pace [Hvíli hann í friði]. Hann hafði sína kosti og galla eins og við allir, og óefað held ég kostirnir verði þyngri á metunum. Maður saknar gamla mannsins. Ekki held ég að eftirmaður hans geti nokk- urntíma fyllt hans pláss, hreint mannlega séð, þótt hann kunni að vera meiri vísindamaður og líklega gáfaðri.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.