Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Blaðsíða 41

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Blaðsíða 41
HALLDÓRS HERMANNSSONAR OG SIGURÐAR NORDALS 41 með. Nú veit ég náttúrlega ekki, hvort þetta allt er nokkuð annað en hjalið tómt, en ef þetta verður í alvöru boðið, þá þykist ég vita, að hvorki þú né ég né nokkur annar íslendingur vilji vera með. Við eigum ekki að ganga að neinum boðum öðrum en þeim, sem gefi Islandi einhvern virkilegan hagnað með tilliti til þeirra handrita- s>afna, sem í Khöfn eru, annaðhvort að Danir lofi að veita vissa summu árlega til þess að gefa út rit þar, eða þá að við fáum einhver handrit afhent. En nú stendur svo, að Danir hafa komið sjálfum sér í klípu, og það sjá þeir. Þeir gleyptu við uppástungu minni gegnum Arup, sem bara vildi þann veg hefna sín á Steenstrup, og báru málið upp í Sambandslaganefndinni, og Islendingarnir þar gerðu þeim þann grikk að tjá sig fúsa til að vinna með þeim að málinu. En nú sjá Danir eftir öllu saman, verða þó að gera eitthvað og ætla að reyna ginna okkur inn í ónýta nefnd, og fá þannig enda á málið. Ef við nú bara getum haldið og viljum halda saman, getum við gert'Dönum lífið dálítið „brogað“ út af þessu, og ef við látum kné fylgja kviði, fengið einhvern skaplegan enda á handritamálið. En hér gildir bara að halda saman, og að halda Dönum við tilboð sitt, eða vera menn að minni. Ég trúi nú varla á það, að nokkuð ,,Institut“ geti þrifizt í Danmörku, til þess eru Danir of óinteresseraðir fyrir málinu, það hef ég komizt að fullri raun um, en við gætum notað þessa „situa- tion“ til þess bera nokkurn hagnað heim í okkar garð viðvíkjandi handritunum. Láttu mig heyra frá þér við tækifæri. Annars hef ég heyrt, að þeir hafi kosið þig í fornritanefndina í Fornritafélaginu. Það er auðvitað bara gert sem „bluff“ til þess að láta líta út sem Islendingar séu með Dönum þar, enda verður víst ekki mikið gert þar að útgáfum rita. Mér finnst þú ættir ekki að taka þeirri kosningu, að minnsta kosti ekki skilyrðislaust.“ Sigurður svarar Halldóri 14. febrúar 1935 og reifar þessi mál við hann með svofelldum orðum: „Þá vík ég að ‘stóru nefndinni’, og um hana get ég fyrst og fremst sagt þér það, að þar hefur engin fyrirspurn komið til háskólans hér (sem um leið er stjórn Sáttmálasjóðs), hvort eða með hverjum skil- yrðum hann vildi setja menn í þessa nefnd! Arup bollaleggur um þetta (og okkur) úti í Höfn, eins og við værum ekki til. Svo að við höfum sannarlega alveg lausar hendur til þess að gera hvað sem við viljum, og eftir því sem ég skil af bréfi frá Munksgaard, vakir ekkert annað fyrir Arup en komast sjálfur í þetta, að nafninu, án þess að gera neitt, og svo, eins og þú segir, að koma Steenstrup gamla burtu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.