Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Blaðsíða 42

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Blaðsíða 42
42 UM VINÁTTU OG BRÉFASKIPTI Þú hefur algerlega rétt fyrir þér í því, að Danir eru hræddir við árásir út af því, hvernig þeir hafa farið með ráðsmennsku þessara íslenzku fjársjóða, við höfum betri spil á hendinni, og ég er fús til þess að ganga hér ekki að neinum hégóma, heldur halda málinu áfram. Ég vissi mjög vel, að kosning mín í fornritanefnd Fornrita- félagsins var einskis virði. En fyrst og fremst áleit ég rétt að bíða átekta, þangað til ég sæi, hvað yrði úr „Institútinu“, áður en ég færi að demonstrera, og í öðru lagi getur þetta gefið mér tækifæri til þess síðar meir að leggja orð í belg um meðferð félagsins á eignum sínum. Því fer svo fjarri, að þessi kosning bindi mig á nokkurn hátt. En nú er aðalatriðið að gera sér ljóst, hvaða kröfur við eigum að setja fram sem skilyrði þess, að við tökum upp nokkura samvinnu við Dani um þetta mál. Það er auðvitað hægt að neita skilyrðislaust, og þá stendur allt eins og það stóð fyrir tveimur árum. En hitt er þó nær skapi mínu að'koma fram með vissar tillögur, sem gæti komið útgáfustarfseminni á meira og betra rekspöl. Og það, sem mér hefur einkum dottið í hug, er þetta: 1) meiri fjárframlög frá Dana hálfu til þess að gefa út og kynna íslenzk fornrit; 2) meira skipulag á útgáfustarfseminni; 3) betra fyrirkomulag á sölu og útbreiðslu útgefinna rita; 4) effektív hlutdeild Islendinga í stjórn þessa alls. - Þetta er allt í samræmi við þínar tillögur frá 1933. - Afhendingu handrita trúi ég ekki á, nema með tilverknaði stjórnmálamanna og í sambandi við millilandasamn- inga. Ég hef nú beðið Jón Helgason og Munksgaard um álit þeirra á málinu, og sérstaklega bið ég þig um nánari tillögur um þetta. Því miður geta ýmsar tillögur til framkvæmda strandað á mannleysi, því að slík starfsemi þarf framkvæmdarstjóra, þú vilt ekki vera það, og ég veit ekki, hvort Jón vill það heldur. Láttu mig bráðlega heyra frá þér. Þá skal ég skrifa meira.“ Halldór varð að vonum brátt við þeim tilmælum Sigurðar að ræða þessi mál frekara við hann, og kemst hann þar, í bréfi frá New York 31. marz 1935, að svipaðri niðurstöðu og fyrr, leggur áherzlu á „að fylgja þessu máli fast fram, og fyrst Danir hafa borið það upp (eins og Arup gerði í nefndinni), að krefjast þess, að þeir komi fram með ákveðnar tillögur. Svo er fyrir okkur að vega þær, hafna þeim eða taka þeim, eftir því sem okkur sýnist. En þær verða að koma fram svart á hvítu, svo að þær geti myndað grundvöll til umræðu og samn- inga. Þessi fjögur atriði, sem þú nefnir í bréfi þínu, ganga í rétta átt og eru víst þær minnstu kröfur, sem við getum gert.“ Halldór ræðir síðan rækilega um útgáfu Munksgaards á Corpus og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.