Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Blaðsíða 43

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Blaðsíða 43
halldórs hermannssonar og sigurðar nordals 43 gagnrýnir þar margt, telur hana of dýra og vísa til að spilla fyrir sölu annarra íslenzkra rita erlendis. Halldór telur sig geta úr flokki talað um þessi mál, þar eð hugmyndin um slíka handritaútgáfu sé upphaflega frá honum. „Árið, sem ég var við Árnasafn [1925-26], stakk ég upp á því við Finn, að í tilefni af Alþingishátíðinni skyldi Arnanefndin sækja um styrk frá Carlsbergssjóðnum eða dönsku stjórn- inni og gefa út facsimile útgáfu af Grágás, Flateyjarbók eða einhverju öðru merku handriti. Finnur tók þessu fjarri, kvað ekkert fé mundu fást. Ég talaði um þetta við aðra, sem þótti það vel viðeigandi. En svo fór ég vestur aftur, og varð svo ekkert úr því, en Munksgaard tók síðar upp hugmyndina, þó hann ekki fengi hana beint frá mér.“ Sigurður heldur áfram umræðu um þessi mál í bréfi til Halldórs 4. maí 1935: „Eftir að ég skrifaði þér í febrúar, átti ég tal við Arup, sem kom hingað snöggva ferð. Ég sagði honum frá þeim kröfum, sem ég mundi vilja bera fram, ef ég yrði í þessari fyrirhuguðu nefnd, og hann svaraði já og amen við því öllu. En í raun og veru trúi ég lítið á loforð hans. Og enn hefur háskólinn hér ekki fengið nokkura opinbera tilkynningu um allt þetta ráðabrugg, svo að ég álít óhugsandi, að nefndin verði svo snemma skipuð, að hún geti haldið fund í sumar. Mín afstaða í málinu er sú, að ég vil fallast á, að íslendingar taki þátt í nefndarskipuninni sem tilraun. Síðan eigum við, sem áhuga höfum fyrir því, að eitthvað sé gert, að koma okkur saman um pró- gram fyrir starfsemi nefndarinnar í framtíðinni og gera kröfur um fj árframlög til hennar. Ef Danir daufheyrast við þeim, segjum við okkur úr nefndinni og ráðumst á Dani fyrir ráðsmennsku þeirra yfir þessum fjársjóðum, handritum og peningum, sem þeir hafa sölsað undir sig, og látum svo slag standa. Þetta tel ég Sterkari aðstöðu en að neita því að taka þátt f nefndinni að óreyndu. Og ég vona fast- lega, að þú fallist á að taka þátt í nefndinni í svipuðum hug, þar sem þessi hugmynd er frá þér komin og ég treysti þér allra manna bezt til þess að gera tillögur um starfsemi nefndarinnar með víðsýni og hagsýni í senn. Mér þykir leiðinlegt, að miður hefur fallið á með ykkur Munks- gaard en áður, en treysti því, að það lagist aftur. Munksgaard hefur sýnt mér og konu minni svo mikla vinsemd, að mér getur ekki annað en þótt mjög vænt um hann persónulega, og áhugi hans og dugnaður er a. m. k. fágætur og ótvíræður. Hann getur stundum verið dálítið barnalegur í bráðlæti sínu. En allir hafa sína galla. Þú veizt sjálfur, hve mikils hann metur þig og tillögur þínar, og ég trúi ekki öðru en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.