Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Blaðsíða 47

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Blaðsíða 47
halldórs hermannssonar og sigurðar nordals 47 við Danmörku. Þar er menning og ‘scholarly tradition’, sem er óháð pólitíkinni.“ Hann nefnir síðar nýlegt dæmi út pólitíkinni heima og bætir svo við: „Slíkt skeður einungis á Islandi og ef til vill í sumum „Middle West States“ í Ameríku, þar sem grænkan er eins mikil og á íslenzku grasi í júlí.“ Islenzk blaðamennska fær hins vegar sinn skammt í bréfi Halldórs 24. janúar 1936, þar sem hann kemst m. a. svo að orði: „Ég hef nýlega fengið blöð að heiman, og eins og vant er, hef ég komizt í slæmt skap við að lesa þau. Er nokkurs staðar á jarðríki til slík pressa? Mér finnst, að ísl. stjórnin ætti að senda mann út í heim og reyna að finna eitthvað, sem jafnaðist við hana. Fyrir okkur erlendis, sem verðum að byggja á henni um fréttir og ástand lands- ins, er hún ómöguleg, og hvort partíið segir hitt ljúga, svo hverju á maður að trúa. En kannske batnar þetta allt saman, þegar þeir Laxness og Brekkan hafa kennt mönnum hina vísindalegu aðferð um ritdóma, sem þeir tala um í yfirlýsingu sinni í „Nýja dagblaðinu“. Ég hef ekki séð bókina, sem þar um ræðir, en ef nokkuð er að marka dóm Ben. Kristjánssonar, virðist hún vera af lakara taginu. Ég er hræddur um, að Laxness geti orðið hættulegur fyrir marga „would- be writers“. Hann er gáfaður og getur öslað forina „with relative impunity“, en svo þegar smælingjarnir fara að apa hann, þá verður það bara saurinn einn. En þótt þannig sé illa statt með literatúrinn, þá virðist þó pólitíkin og fínansarnir vera öllu verri. Ætla að endirinn verði ekki, að við skríðum undir verndarvæng unga sjólans yfir ríki því, þar sem aldrei sólin sezt?“ Þegar Sigurður skrifaði Halldóri 15. ágúst 1936, var hann kom- inn í tveggja bréfa skuld við hann. Sigurður víkur þar m. a. að hinni nýju Árnanefnd og segir: „Loksins fyrir viku síðan var afgreidd kosning og tilnefning háskólans hér í hina nýju Árnanefnd eftir mik- inn drátt og mjög klaufalegan undirbúning af Dana hálfu og talsvert þras í háskólaráði, þar sem Ólafur Lárusson var, reyndar einn, á móti öllu saman. Þú hefur verið tilnefndur af báðum háskólunum, og ég vona, að þú neitir ekki að taka við útnefningunni, þó að þér kynni að vera það næst skapi, eins og þú hefur einhvern tíma sagt við mig. Að vísu skal ég viðurkenna, að þetta mál hefur af Dana hálfu verið dregið skammarlega á langinn og að öllu leyti undirbúið með hangandi hendi. Ég get heldur ekki sagt, að ég geri mér fyrir fram neitt stórkostlegar vonir um afrek nefndarinnar. En - hugmynd-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.