Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Blaðsíða 51

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Blaðsíða 51
halldórs hermannssonar og sigurðar nordals 51 menningu. „Ég hef þegar lesið hana tvisvar, og ég held að ekki sé of djúpt tekið í árinni að segja það sé sú merkasta bók, sem komið hefur út á íslenzku á seinni öldum. Við bíðum allir með óþreyju eftir framhaldinu. Mér þótti sérstaklega eftirtektarverð tilgáta þín um uppruna goða- valdsins, og þar held ég þú hafir alveg rétt fyrir þér. Þú farinst ekkert til að styðja skoðun þína í Rangárþingi, en þar þóttist ég strax sjá, að mætti finna ástæður fyrir henni, og því reit ég greinarkorn, sem ég sendi Guðm. Finnbogasyni til birtingar í Skírni.“ I bréfslok kveðst hann vona, að Sigurður hafi „fengið síðustu bóka- skrána yfir Fiskesafnið [um árin 1927-1942] og Islandica. Því miður vantar allmikið af nýrri bókum í skrána, en það er sumpart vegna þess, að fé var ekki fyrir hendi að kaupa með, sumpart vegna þess, að umboðsmaður okkar í Reykjavík var ekki velvakandi í því að senda okkur það helzta, sem komið hefur út á síðustu árum. En ég þorði ekki að fresta prentun bókaskrárinnar vegna óvissu um það, hver prentunarkostnaður yrði í framtíðinni. Nú kvað vera það geipiverð á bókum heima, að það hlunkar í fjöllunum, þegar andvirðinu er smellt á borðið, og veit ég ekki, hvernig við eigum að geta keppt við alla milljónamæringana á Islandi. Kannske bezt að bíða þangað til þeir gufa upp eða verða grafnir á Þingvöllum eða fari í svartholið.“ Nú fór að verða lengra á milli bréfa, og í bréfi, sem Halldór skrifar 18. janúar 1946, segir hann í upphafi: „Oft og lengi hef ég ætlað að skrifa, en þetta hefur alltaf dregizt úr hömlu vegna pennaletinnar; nú má þó ekki svo lengur ganga. Ég á þér að þakka mjög góða bóka- sendingu, sem ég þakka þér kærlega fyrir. Það var sannarlega góð gjöf að fá Áfangana þína, það er unun að lesa þá, og þú hefur skýrt mjög vel fyrir mér Þorstein Erlingsson í inngangi þínum, því að satt að segja hef ég staðið nokkuð hikandi gagnvart honum, þó að hann væri samsýslungur minn og vantrúaður sem ég. En mér finnst það stórmerkilegt, hve miklu þú afkastar af ritstörfum og allt gott; og nú ertu orðinn dramatist. Ég vildi ég væri horfinn heirn og gæti séð leik- inn eina kvöldstund, en vonandi verður hann prentaður.“ Halldór kveðst innan skamms munu senda Sigurði síðasta bindið af Islandica, útgáfu sína á Þorgils sögu og Hafliða. Hafi hann gefið hana út aðallega „vegna þess, að það tímabil hefur jafnan inter- esserað mig og ég fékk tækifæri til að leggja gott orð til Ara gamla, sem mér finnst að þið hafið farið hraparlega með upp á síðkastið heima".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.