Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Blaðsíða 58

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Blaðsíða 58
58 UM VINÁTTU OG BRÉFASKIPTI að þær fylltu upp skörð stofnananna og hvor um sig hefði með því móti texta allra handritanna. Um íslenzk skjalagögn í Kaupmanna- höfn var tiltekið, að þeim skyldi skilað Islendingum til eignar. Hér var brytt upp á nýju, sem aldrei hafði komið fram í óskum íslendinga, sameign þeirra og Dana á handritunum. I nefndarálitinu 1951 var það talið sjálfsagt, að afhending fæli í sér afsal eignarréttar, gjöf væri gjöf. íslenzka ríkisstjórnin og Alþingi ræddu málið og höfnuðu þeirri leið, að sameign handritanna gæti orðið „samkomu- lagsgrundvöllur til lausnar handritamálinu, þar sem slík sameign mundi gersamlega brjóta í bága við þjóðartilfinningu Islendinga og skilning þeirra á handritamálinu og verða stöðugur ásteytingarsteinn í sambúð þjóðanna." Víkur þá sögunni aftur til bréfs Sigurðar 5. júní, þar sem hann segir í framhaldi af því, er fyrr var greint: „Islendingar eru búnir að fara svo með möguleika sína þar, að vandséð er, hvernig unnt er að fitja upp á því á nýjan leik. I rauninni var það tilboð, sem kostur var á frá Dana hálfu og aldrei hefur verið birt (því að íslenzka stjórn- in svaraði því óséðu!), svo gott, að allt mátti heita Islendingum í lófa lagið. Það var jafnvel boðið, að í öllum ágreiningsmálum milli stofnananna í Höfn og Reykjavík skyldi íslenzki forsætisráðherrann vera oddamaður. Ég þarf ekki að skýra þetta nánara fyrir þér. Allir vita, að ef íslendingar segja: allt eða ekkert, - þá fá þeir aldrei neitt. Og þegar hér var nú í fyrsta sinn opnuð leið til samninga um málið, þá neita Islendingar að tala frekar um það. Þegar þii segir í bréfi þínu, að við séum „að gera þetta að æsingamáli“, þá neita ég að vera í þeim hópi. Ég hef aldrei hugsað né skrifað annað um þetta mál en að við ættum að fara svo langt sem við kæmumst, en umfram allt leysa málið sem fyrst, því að ég er hræddur um, að ekki sé betra að bíða. Til þessa hafði ég í rauninni fullt umboð stjórnarinnar, sem hefur beinlínis svikið mig í tryggðum. En ég get ekki sagt alla þá sögu, fyrr en ég er laus héðan, sem fer nú senn að nálgastA1) Sigurður Nordal varð sjötugur 14. september 1956, og efndu vinir hans þá m. a. til útgáfu afmælisrits, er kallað var Nordæla. Halldór Hermannsson birti grein í ritinu, er hann nefndi Sögulega staði, fjallar þar einkum um Þingvelli og Reykholt og mælir nokkrum varnaðarorðum um þessa helgu staði af þeim íslenzka metnaði, er 1) Gangur handritamálsins veröur hér ekki rakinn frekara. Siguröur kom þar síðar við sögu og lagði holl ráð til, og skal um það vitnað m. a. til greinar minnar um Sigurð í Andvara 1976.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.