Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1985, Blaðsíða 13

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1985, Blaðsíða 13
BÆK.UR í VlÐIDALSTUNGU OG Á ÞINGEYRUM 13 fram í B né C og mun ugglaust glatað; „Norðraskúta“, sem á því stóð, hefur líklega verið kvæði (Norðri er dvergur og skúta er skip; þá er norðraskúta kvæðiskenning). Eftir lát Páls Vídalíns hefur sundurþykki milli erfingjanna brátt komið í ljós. Magnús Pálsson hefur fyrst ætlað sér að taka við Víðidalstungu og hefur borið málið undir Arna Magnússon (jörðin var veðsett Arna sökum skuldarinnar); svarbréf Arna 1729 er prentað BiblArn XXXI 135—7. Hólmfríður Pálsdóttir haíði verið nokkur ár í Skálholti sökum þess að faðir hennar vildi fyrir hvern mun stía henni frá presti sem sóttist eftir henni fyrir norðan, en skólameistari í Skálholti var þá Bjarni Halldórsson og felldu þau Hólmfríður nú hugi saman; skömmu eftir að Páll dó hröðuðu þau sér í hjónaband (sbr. Vísnakver CII); þau vildu nú fá Víðidalstungu, og Þorbjörg móðir Hólmfríðar studdi dóttur sína (sbr. bréf Orms Daðasonar, PrivBrevv. 105). Bjarni varð eigandi Víðidalstungu 1730 (Alþingisbækur íslands XI 615, sbr. 494) og hafa þau Hólmfríður búið þar næstu ár (sbr. Smæ I 617), en Magnús orðið að víkja. Bjarni varð sýslumaður í Húnavatnssýslu 1728. Hólmfríður dó 1736 af barnsförum,1 og árið eftir fékk Bjarni umboð Þingeyraklausturs og Huttist að Þingeyrum. Af Magnúsi Pálssyni fara litlar sögur (sbr. Smæ II 676—7, Vísnakver XCVI), enda virðist hann hafa verið friðsamur maður og heiðar- legur. Engin vísbending hefur fundizt í þá átt að hann hafi eignazt neinar af bókum íoður síns. Ormur Daðason hefur skrifað Árna tvö bréf sumarið 1728, annað 28da júlí (AM 450 fol.), hitt 18da sept. (AM 439 fol.), útdrættir prentaðir í PrivBrevv. 104—5. Hann minnist á skipti (eftir Pál Vídalín) er farið hafi fram um vorið og verið „soddann ein Confution, sem hverke yfervallded edur Erfingiarner gieta læknad utann med stærsta ömake“. Bækurnar, bæði þær sem Árni átti og þær sem hann vildi kaupa, voru að því er Ormur segir, „allar edur flestar komnar, á Ringulreid, sumar ad Hoolum, adrar til Gottorps2, sumar til Hustruarinnar (þ. e. Þorbjargar), og Monsr Biarna (þ. e. Bjarna Halldórssonar), Eingvar til Mons' Magnusar (þ. e. M. Pálssonar), annars væru þær nu þegar j minum Hóndum . . . 011 Scripta HEr 1 Barnið var skírt Þorbjörg, en amma þess, Þorbjörg Magnúsdóttir, er sögð hafa dáið 1737 (Vísnakver LXXXIX). Hér er þá dæmi þess sem mjög var fátítt fyrrum, að barn var látið heita í höfuðið á ættingja sem enn var á lífi (sbr. Sjötíu ritgerðir helgaðar Jak. Ben. bls. 553). 2 Laurits Gottrup bjó á Þingeyrum og dó 1721, síðan tók Jóhann sonur hans við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.