Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1985, Blaðsíða 25

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1985, Blaðsíða 25
BÆKUR ( VÍÐIDALSTUNGU OG Á ÞINGEYRUM 25 skrifaðri 1687. Agnete Loth hefur bent á að í Skrá sé bókin eignuð öðrum skrifara en rétt er, heldur sé hún með hendi Jóns Þórðarsonar, eins helzta skrifara Magnúsar í Vigur (sjá Karlamagnús saga, Edition bilingue par Knud Togeby et Pierre Halleux, Copenhague 1980, bls. 368). Fljótt á litið virðist líklegt að þetta sé sama bók og B 25, en lýsingin „með örsmárri fljótaskrift“ á ekki vel við og auk þess hefur JÓl. þekkt hönd nafna síns og er vanur að nafngreina hann við bækur sem Jón Þórðarson hefur skrifað. Af bréfi sem Páll Vídalín hefur skrifað Arna Magnússyni í septembermánuði 1722 (PrivBrevv. 679) sést að Arni hefur vitað Pál eiga Karlamagnús sögu og beðið hann að láta skrifa hana upp handa sér. Páll segist hafa fengið mann til þess og kveðst nú senda Arna 24 örk en framhaldið komi síðar. Vafalaust hefur Arni fengið alla söguna á næstu árum. Síðan hefur uppskriftin brunnið 1728. Þess er að vísu aðeins getið að Arni hafi þá misst þrjár Karlamagnús sögur sem hann átti á skinni (KatAM II xii), en allar líkur til að aðrar óveglegri pappírsbækur sögunnar hafi staðið á sömu hillu og farið sömu leið. Þegar Arni fór að jafna sig eftir áfallið og hugleiða hvað hann gæti fengið endurbætt af því sem hann hafði misst, hefur hann snúið sér til tveggja manna á íslandi sem hann hefur vitað eiga eða talið líklegt að ætti Karlamagnús sögu. Hann biður þá um hana hjá Hallgrími Jónssyni Thorlacius (BiblArn XXXI 131) og í annan stað fer hann þess á leit við Magnús Pálsson í Víðidalstungu að hann selji sér eða láti skrifa upp handa sér þá Karlamagnús sögu sem faðir hans hafði átt (BiblArn XXXI 136). Magnús svaraði 7da okt. 1729; af því bréfi er nokkuð prentað í PrivBrevv. 657, og sést af því að Magnús hefur ekki fengið neitt að vita um bækur föður síns, hvað af þeim sé orðið. Tilmælin við Magnús og við Hallgrím Thorlacius hafa engan árangur borið, enda þess skammt að bíða að Arni Magnússon væri allur. B 28 og B 29. Sömu bækur og A 6 og A 7. Einhver skyldleiki virðist með þessum Vigurbókum og JS 43 4to, sem einnig er skrifað í Vigur. B 30 og B 31. Fyrirsögnin „Þrycktar“ á einungis við þessar tvær bækur (Skálholtsútgáfurnar 1688 og 1689). B 32. Dymna, réttara Dimna, var víðfræg bók í eina tíð og á sér margkvíslaða sögu, sjá greinina „Kalila wa-Dimna“ í Kindlers Literaturlexikon IV, 1968, 253—69. Elzta gerð Dimnu er tilorðin á Indlandi, en síðan var hún þýdd og stæld og aukin á ýmsum tungum víða um lönd. Efnið er dæmisögur, sem flestar eru látnar gerast meðal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.