Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1985, Blaðsíða 27

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1985, Blaðsíða 27
BÆKUR í VÍÐIDALSTUNGU OG Á ÞINGEYRUM 27 B 46. Úr Raupakolls rímu tilgreinir JÓl. vísupart í orðabók sinni, AM 433 fol. V bls. 122: „handa smaarr og hjarta glaðr og hrædilegana vel- skapaðr“. Raupararíma er nefnd í Rímnatali Finns Sigmundssonar I 394 og má vera að sé hin sama. B 48. í rithöfundatali sínu, Additamenta 3 fol. (sbr. Safn Fræðafélags- ins V 181), síðasta hluta bls. 111 segir JÓl. um sr. Jón Grímsson á Hjaltabakka (dó 1723): „Hann giörde tvær Rjmur umm nordlendsk Skalld, þá einu umm klerka, enn adra umm leikmenn, minner mig þeirra Tal hlype sig nær til 200. Enn ei kann eg glóggt at segia hvert hann hafe allstadar tilkynt meir enn nófnen töm, eg ætla, ef mig rett minner, þad være sialldan. Eg sá þad skrif fliotlega i ungdæme mjnu i Vijdedals T(ungu) og hyrdte þá ei ad taka miked effter slijku.“ í bréfi til Arna Magnússonar 6ta okt. 1728 (PrivBrevv. 181—2) hefur Bjarni Halldórsson góð orð um að senda honum Skálda rímu sr. Jóns Grímssonar, en af því hefur ekki orðið. B 49. Þessi bók er glötuð, sbr. Kvæðabók séra Gissurar Sveinssonar, 1960, inngang bls. 25, 26. B 54. „Móýses hét guðs dýrlingr“ eru upphafsorð Veraldar sögu (útg. Jakobs Benediktssonar bls. 3 og 17). Þau rit sem talin eru í B 54 hafa verið skrifuð eftir skinnbók, AM 625 4to, sem Arni Magnússon eignaðist, líklega árið 1706, hjá Jóni Arnasyni, síðar biskupi. A þessari bók er m. a. Veraldar saga, Andreas saga postula, Blanda, Skriftaboð Þorláks biskups og Messuskýring og allra tíða. í bókinni er miði og á hann ritað með hendi A. M.: „Blanda min komin frá Jone Arnasyne Skolameistara. Lógmadrinn hefr lated hana uppskrifa af Sr Þorvarde á Þingeyrum, alla, ni fallor“ (KatAM II 40). í B 54 eru nefnd þau rit sem lögmaðurinn (PVíd.) hafði látið séra Þorvarð skrifa; þó hefur JÓl. gleymt Blöndu, en hún kemur fram á Þing- eyrum, C 78. „Skriptbl.“ (mislesið, rétt Skriptaboð) Þorláks biskups eru prentuð Dipl. Isl. I nr. 43, sjá Griplu V 77 o. áfr. B 72. Amtmaðurinn er Niels Fuhrmann. Þess má geta að PVíd. hefur sent honum eina lögbókarathugun sína, Skýr. 394. B 77. Oddur, eflaust Oddur Sigurðsson lögmaður. B 78. Hér virðist sem margra lögbóka sé getið í einni grein og hafi ein þeirra verið Grágás með hendi Magnúsar Einarssonar. í skránni C er nefnd Grágás með hendi Asgeirs (Jónssonar) er sé 729 bls. (C 71) og önnur Grágás er standi aftan við forordningabók (C 72). Meðal bóka sem Magnús Stephensen hefur átt og varðveittar eru í safni Árna Magnússonar eru tvær merktar Páli Vídalín, Steph. 6 og Steph. 18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.