Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1985, Blaðsíða 32

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1985, Blaðsíða 32
32 JÓN HELGASON „sem mér í höndum er“ benda fremur til að Páll hafi haft uppskriftina að láni en að hann haíl talið sig eiga hana. Páll vitnar stundum í Noregs konunga tal, sem hann kallar (Skýr. 93, 214 o. s. frv.), og á þá við Fagurskinnu, sem nú er jafnan nefnd svo. Fagurskinna var til í Kaupmannahöfn á tveimur skinnbókum, sem báðar brunnu 1728, en hölðu verið skrifaðar upp áður. Sú uppskrift sem í útgáfum er kölluð A (með hendi Ásgeirs Jónssonar) er 371 fol. í háskólabókasafninu í Osló og er þangað komin frá Islandi; Rudolf Keyser keypti hana 1826 í Reykjavík, en áður hafði Benedikt Gröndal átt hana. Það virðist ekki ólíklegt að þetta sé eintak Páls Vídalíns og hafi hann fengið það með atbeina Arna Magnússonar. Páll hefur nálega 50 sinnum (Skýr. 5, 6, 19 o. s. frv.) tilvitnanir í „Noregs konunga sögur“, sem hann nefnir svo, og er þá átt við þær sögur af Magnúsi góða og Haraldi harðráða sem prentaðar eru í Fornmanna sögum VI-VII eftir Huldu (AM 66 fol.) og í Flateyjar- bók III 249 o. áfr. Einstöku sinnum er heimildartilvitnunin ívið rækilegri: „Noregs konúnga sögur úr Flateyar bók“ (169), „í Noregs konúnga sögum eptir Huldu“ (216), „eptir Noregskonúnga sögum á membrana“ (262), „í mínum Noregskonúnga sögum eptir membrana skrifuðum“ (299). Af þessu er að ráða að Páll hafi átt uppskriftir þessara sagna bæði eftir Huldu og Flateyjarbók. Arni Magnússon kveðst hafa látið Asgeir Jónsson skrifa Huldu vandlega upp í Kaupmannahöfn og gefið sr. Pórði (Jónssyni) á Staðarstað, og eftir þeirri uppskrift hafi síðan PVíd. látið Oemund Oemundsson skrifa (KatAM I 45). Af Skýr. 334 er að ráða að Páll hafi átt Laxdælu í þremur eintökum. Sá staður sem hann talar um er í útgáfu Kálunds, 1889— 91, á bls. 232 í orðamun við 19du línu; þar er sagt um Bolla Bollason að hann væri „ennibreiðr með fogrum hlýrum“. Páll segir að „í mínum þremur exemplaribus“ sé síðasta orðið stafsett „hlírum“, „og hefir þó eitt af þeim skrifað Asgeir Jónsson sem seinast varð sórenskrifari í Borgarsýslu í Noregi“; engu að síður telur Páll víst að orðið sé rétt stafað með y. Laxdæla með hendi Asgeirs Jónssonar er varðveitt í ÍB 225 4to, en þar stendur (á bls. 251) orðið svo skýrt skrifað ‘hlyrum’ að ekki getur ljósara verið. Líklega hefur þá verið til annað Laxdæluhandrit með hendi Asgeirs, en það er þá glatað. í grein sinni um orðið „mundang“ (Skýr. 341) vitnar Páll tvívegis í Skikkju þátt, sem hann nefnir svo, en venjulega er kallaður Möttuls saga. Nafnið Skikkju þáttur eða Skikkju saga kemur aftur fram í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.