Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1985, Blaðsíða 49

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1985, Blaðsíða 49
ÞORSTEINN HALLDÓRSSON 49 Hér er átt við sr. Sæmund Hólm, listamanninn sérlundaða, er „batt eigi bagga sína / sömu hnútum / og samferðamenn“ og var því „á sinni jarðreisu / oft í urð hrakinn / út úr götu“, eins og Bjarni Thorarensen kemst að orði í hinu fræga erfiljóði sínu um Sæmund. Þorsteinn segir síðar um afa sinn og ömrnu, Guðríði og Þorstein, að þau „bjuggu fyrst það ég veit á Arkvörn í Fljótshlíð nokkur ár, síðan á Stóru-Þverá í sömu sveit, ég meina ei utan eitt ár, síðan á Rauðnefsstöðum, víst 10 ár eður lengur, so í Götu í Landmannahrepp jafnvel 5 eður 6 ár, og síðast um fá ár í Réttarnesi í sömu sveit, oftast vel sjálfum sér bjargandi, því þau voru ólöt og góðir verkamenn. Hann var vel búhagur á tré og járn, sem þá kallaðist, góður saungmaður, skrifandi, þó ei vel, vel að sér í bókum. Hann hefur saman tekið Sjö föstupredikanir, útdregnar af Stóra Katekismó og Eintali Sra Arngríms og fékk þær til lagfæringar og uppskriftar Sra Ormi Snorrasyni, og eru enn þá við lýði, að ég meina, þó hvörgi það ég veit brúkaðar til húslestra.“ Foreldrum sínum Halldóri og'Valgerði lýsir Þorsteinn hins vegar svo: „Halldór var að vexti með hærri mönnum, liðlega vaxinn og burðalegur, því hann var frægur burðamaður. Jarphærður sem menn kalla á hárslit allan, sæmilega hagur á einfalda búsmíði, helzt járn eftir þeim smíðamáta, sem þá brúkaðist, húslestrafær að kalla á vandmælalaust rit, óskrifandi, skikkanlegur í allri sinni framgaungu, en þó glaðlyndur, hraustur rnaður til vinnu allrar bæði á sjó og landi. Valgerður kona hans var að vexti meðalkvenmaður og kunni vel að koma ull í fat og mjólk í mat, uppá þann máta, er þá var brúkanlegur. Hún var betri lesari og saung miklu betur en hann. Bæði voru þau greiðug og góðvikin við fátæka, samt alla er beiddu þau um nokkuð eftir sínum efnum. Þau voru að efnum bjargálna menn oftast, en höíðu ei af að leggja, þó þrot yrði í sveitum, þáðu og ei heldur styrk af sveitum. Börn sín vöndu þau á skikkanlegt framferði og kenndu þeim sinn kristindóm samt skikkanlega vinnu.“ Það er gaman að veita því athygli, er Þorsteinn segir frá móður sinni, að hún væri betri lesari og syngi miklu betur en Halldór. Þorsteinn, faðir Valgerðar, var og góður söngmaður, bókhneigður og fékkst nokkuð við skriftir, þótt Þorsteini Halldórssyni finnist hann ekki skrifa vel. Skyldleikinn við listamanninn Sæmund Hólrn segir sitt, í móðurætt Þorsteins er greinileg listhneigð, er fær hjá honum útrás í fagurri 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.