Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1985, Blaðsíða 53

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1985, Blaðsíða 53
ÞORSTEINN HALLDÓRSSON 53 Þórður var mikill lagamaður, sá um latneska þýðingu og útgáfu Grágásar 1829 og Járnsíðu 1847, hvora tveggju í Kaupmannahöfn, en Fornyrða. . . Jónsbókar eftir Pál Vídalín í Reykjavík 1846-54. Var því eðlilegt, að hann renndi hýru auga til hins mikla lagahandrits Þorsteins í Skarfanesi, er hann sá það hjá Guðmundi syni hans í Hlíð, sem síðan liefur látið það og ílciri rit, að því er fram er komið, af hendi rakna við Þórð. Handritið hefur Jón Sigurðsson síðan fengið hjá Jóni Arnasyni, þegar hann loks sættist á að selja honum hluta handritasafns síns, en mikil átök urðu um það milli þeirra nafnanna, svo sem lesa má um í verkinu Ur fórum Jóns Arnasonar, 2. bindi. Eins og fram kom í efnisyfirliti Páls Eggerts um lagahandrit Þorsteins Halldórssonar, hefur hann mjög víða farið eftir prentuðum ritum. Hann hefur naumast átt sjálfur mörg jteirra rita, sennilegra, að hann hali fengið þau að láni, t. a. m. hjá embættismönnum í héraðinu. Sýslumaður í Rangárþingi á því skeiði, er Þorsteinn fékkst við þessar lagauppskriftir, var lengstum Þorsteinn Magnússon, er tók við því embætti 1743 og liélt til æviloka 1785, en hafði þó tengdason sinn og eftirmann, Jón Jónsson, að umboðsmanni frá 1768. Þorsteinn sat á Móeiðarhvoli frá 1747 til æviloka, en Jón bjó fyrst á Seljalandi 1771-75, að Stórólfshvoli 1775-85 og síðustu þrjú árin á Móeiðar- hvoli, lézt þar sumarið 1788. Báðir þeir sýslumenn Þorsteinn og Jón voru góðir lagamenn. Þorsteinn varð t. d. fyrstur Islendinga til að ljúka lagaprófi við Hafnarháskóla 1738. Kona Þorsteins var Valgerður dóttir Bjarna ríka Péturssonar lengstum á Skarði á Skarðsströnd. Um hann segir m. a. í Islenzkum æviskrám: „Hann skrifaði upp og lét skrifa upp allmargt handrita, einkum sögur. Honum er eignað að hafa sarnið nokkrar lagarit- gerðir.“ Líklegt er, að eitthvað af handritum Bjarna hafi gengið til Þorsteins tengdasonar hans. I þætti Þorsteins í Skarfanesi um foreldra sína segir, eins og fyrr er greint, frá arfaskiptum eftir Bjarna og Guðríði á Víkingslæk, „og var þessu bæði íöstu og lausu gótzi skipt milli greindra erfingja af Þorsteini Magnússyni, þáverandi sýslumanni í Rangárþingi“. Þótt Þorsteinn sýsluntaður þætti nokkuð féfastur, þarf ekki að vera, að hann hafi verið nízkur á bækur og handrit, hafi Þorsteinn í Skarfanesi leitað til hans um lán á þcim, þegar hann vann að ritun hins mikla lagahandrits síns. Það eitt er víst, að sýslumaður hefur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.