Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1985, Blaðsíða 55

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1985, Blaðsíða 55
ÞORSTEINN HALLDÓRSSON 55 skrifað hann dagana 4., 5. og 6. janúar 1779. En nýtt verk tekur þar við: Hier býria’st þad / EVANNGELIUMM, sem Nicodemus hefur skrifad . . . Því lýkur á bls. 44, og hefur Þorsteinn einnig skrifað það á þremur dögum, 7.-9. janúar. Þá kemur Ein fógur TRAGEDIA, utdreigen af h: skript, hvórnen Belial uppbýriar laga þrætur í möte Christo . . . Þessu verki lýkur á bls. 63, og kveðst Þorsteinn hafa skrifað það 24.—27. janúar. Þarna hefur orðið hlé á ritun þessa handrits a. m. k. Næst fara Nockrar spurningar utlagdar úr Dónsku af Sra Arna Þorleifssýne, skrifaðar 28. janúar 1779, enda ekki nema 4 blaðsíður. Arni þessi var lengstum prestur í Arnarbæli í Ölfusi eða 1708-44, sonur sr. Þorleifs Kláussonar á Útskálum, en seinni kona hans var Þórunn, dóttir Magnúsar sýslumanns Bjarnasonar á Leirubakka. Bræður sr. Arna tveir, Magnús og Guðni, bjuggu í Húsagarði á Landi, svo að líkast er, að spurningarnar, sem sr. Arni sneri úr dönsku, hafí verið í fórum fjölskyldunnar og Þorsteinn í Skarfanesi fengið þær hjá henni. Af spurningunum tekur við Ordskvidaklase / saa nije, sem Þorsteinn hefur skrifað 28. og 29. janúar, en 30. janúar 1779 skrifar hann hins vegar þátt, er nefnist Gaman og alvara edur samstædur uppá adskilianlegt, saman teknar af Sal Sra Hallgrijme Peturssýne. Er þá komið aftur á 80. bls. handritsins eða lokið um fjórðungi þess. Aftast í handritinu er registur í stafrófsröð „yfer þann skrifada part þessarar bookar“, og vísast til þess um efni hennar í heild sinni. Vér höfum þegar séð, að margra grasa kennir í handritum Þorsteins Halldórssonar. Hér verður nú vikið að einu hinna minni handrita Þorsteins, Lbs. 740 8vo, er inniheldur tvö heimspekileg verk, annað þýtt og hitt frumsamið. Fyrra verkið heitir Rád aa móti allri Efasemi / edur / Eitt lijtid skrif og yfirvegan um sinnesins anægian í hvoriu hellst tilstandi og háttalagi, sem madr er. / Miog hagfelld á þessum vondu og hættusömu tijmum. / Utskrifad á eingelsku afjóseph Hal[l] / fordum biskupe til Nortvijk í Einglandi. Þeim til besta af Dönsku aa Islendsku utsett, sem sorga fyrir jardneskum hlutum, er þeim þikir sig vanta, og mót allri Tvijlrádsemi, fyrir andlegar hugganir, þeim ad ílina, og sinnid ad stilla. Wtschál: utlagt 1686 af ÞCS: P. Wtschala. Þessi texti er að mestu endurtekinn á 2. blaðsíðu og nafn þýðanda þar skrifað fullum stöfum, verkið sagt „utlagt af Síra Þorleife
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.