Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1985, Blaðsíða 58

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1985, Blaðsíða 58
58 FINNBOGI GUÐMUNDSSON og síðar brátt í Hlíð í Gnúpverjahreppi. Lýður sonur hans, einnig bóndi í Hlíð, eríði síðan handritið. Arið 1906 kviknaði í baðstofunni í Hlíð, en handritið bjargaðist úr eldinum. Svanborg dóttir Lýðs erfði handritið eftir föður sinn og flutti það að Keldum á Rangárvöllum, var gift frænda sínum Skúla Guðmundssyni, Brynjólfssonar. Svan- borg gaf loks Kristínu dóttur sinni handriti'ð 1949, og flutdst það með henni til Reykjavíkur 1965. Það hefur þannig haldizt í ætt Þorsteins Halldórssonar og jafnan verið talið ættardýrgripur. í handritinu kemur fram, að Þorsteinn hóf að skrifa það á nýársdag 1796 og lauk við það 28. apríl 1801. í meginhluta þess er fylgt biskupasögum Jóns prófasts Halldórs- sonar í Hítardal, og lýkur því með sögu Jóns biskups Vídalíns, en síðan heldur Þorsteinn áfram eftir öðrum heimildum og endar á Hannesi biskupi Finnssyni. Jafnframt er í handritinu Hirðstjóra annáll Jóns prófasts Halldórs- sonar, en hann var sem kunnugt er prentaður í umsjá Guðmundar Þorlákssonar í 2. bindi Safns til sögu íslands og íslenzkra bókmennta 1886. Seinast í handritinu fer kafli, er nefnist Lögmenn á íslandi og Þorsteinn hefur einkum skrifað eftir lögmannatölum þeirra feðga, sr. Jóns Halldórssonar í Hítardal og sr. Vigfúsar sonar hans. Ekki verður þess freistað hér að gera grein fyrir afstöðu umrædds handrits til annarra biskupasagnahandrita, en þeim dr. Jóni Þor- kelssyni og Hannesi Þorsteinssyni var ekki kunnugt um þetta handrit hans, er þeir gáfu út biskupasögur Jóns Halldórssonar 1903-15. Ekki verður nú vitað með vissu, eftir hvaða leiðum Þorsteinn hefur fengið forrit sín, hvort hann hefur leitað beint til Hannesar biskups Finnssonar eða aðrir haft þar meðalgöngu. Prestur Keldnaþinga á ritunartímanum var sr. Jón Hinriksson, er varð aðstoðarprestur sr. Orms Snorrasonar 1773 og að fullu við lát Orms 1776 og hélt til æviloka 1801. í íslenzkum æviskrám er vitnað til þeirra ummæla Hannesar biskups Finnssonar um sr. Jón, „að hann sé kennimaður með afburðum, ágætlega gáfaður og reglusamur". Ormur Snorrason fær og hið besta orð bæði hjá Harboe, Finni biskupi Jónssyni og sr. Ólafi Gíslasyni í Odda, síðar biskupi. Athyglisvert er, að sr. Orrnur lærði fyrst hjá sr. Jóni Halldórssyni í Hítardal, svo að hann hefur þekkt vel til hans og Finns sonar hans, síðar biskups. Áður var getið sennilegs sambands Þorsteins við sýslumennina Þorstein Magnússon og Jón tengdason hans Jónsson, en Valgerður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.