Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1985, Blaðsíða 59

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1985, Blaðsíða 59
ÞORSTEINN HALLDÓRSSON 59 dóttir Jóns varð ung að árum seinni kona Hannesar biskups Finnssonar 1789. Ljóst er af öllu hinu íjölbreytta efni, er Þorsteinn festi á blað, að honum hefur reynzt hægt um vik að afla þess, að skrifarinn mikli í Skarfanesi hefur notið virðingar og trausts samferðamanna sinna. Páll Eggert orðar það svo, að Þorsteinn hafi haft gaman af að skrifa upp handrit. Það er vitaskuld rétt, en það sem knúði hann til skriftanna var óslökkvandi fróðleiksþorsti. Lagakunnáttan hefur eflaust komið honum að góðu haldi sem hreppstjóra, og af hinni víðtæku söguþekkingu hefur hann getað miðlað námgjörnum sveit- ungum sínum, auk þess sem handrit hans hafa eflaust verið lesin talsvert og þannig reynzt mörgum drjúg til margvíslegs fróðleiks og skemmtunar. Með niðjum Þorsteins hafa handrit hans vakið metnað og verið þeim hvöt til fræðaiðkana. Af ummælum um hinn eljusama skrifara skal hér klykkt út með þessari eftirminnilegu lýsingu, skráðri af Skúla Guðmundssyni á Keldum, foður Kristínar, er seinast átti biskupasagnahandrit Þor- steins í Skarfanesi og færði það Landsbókasafni að gjöf vorið 1983: „Þorsteinn Halldórsson var sagður maður stór og þrekinn, fríður sýnum og hinn heitfengasti. Það er með sannindum sagt, að hann hafi setið á smiðjuþröskuldi sínum við skrifstörf sín og haft blekbyttuna í barminum, svo að ekki frysi í henni, en var inni í smiðjunni, þegar kaldast var og næði og húsrúm vantaði í baðstofunni og ljós þraut.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.