Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1986, Blaðsíða 6

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1986, Blaðsíða 6
6 EINAR G. PÉTURSSON eru tvö blöð, sem menn hafa talið úr Breviarium Holense, en ekki er það fullvíst.2 Getið er um, að önnur bók úr prentsmiðju Jóns biskups Arasonar hafí farið í líkkistuna hjá Brynjólfi biskupi Sveinssyni sumarið 1675. Hún á að hafa verið: Fjórir guðspjallamenn, „er biskup Jón gamli að Hólum lét útleggja og þrykkja, sem hans formáli útvísar, ef þar af finnst nokkurt exemplar."3 Ekki eru menn sammála um, hvað í þessari bók hefur verið, en nærri liggur að ætla, að það hafi verið þýðing guðspjallanna. Lúðvík Harbó sem hér va.r 1741—1745 hefur eftir munnlegri sögn, að Jón biskup Arason hefði þýtt eitthvað úr biblíunni og hefði eiginhandarritið farið í kistuna hjá Brynjólfi biskupi Sveinssyni. Harbó þótti þetta heldur ólíklegt.4 Þessi sögn virðist vera óháð frásögn séra Torfa í Gaulverjabæ hér að ofan. A þessum tíma gerðu menn ekki mikinn mun á handritum og prentuð- 2 Um eintök á Hólum sjá: íslenzkt fornbréfasafn. XI. Rv. 1915-1925. nr. 688 (s. 852) og íslenzkt fornbréfasafn. XV. Rv. 1947-50. nr. 161 (s. 215). Á síðari staðnum stendur aðeins: „.ij. biskupsbrefere." Petta mætti vera ljósara, en svo virðist þetta hafa verið skilið, sbr. Páll Eggert Ólason. Menn og menntir. I. Rv. 1919. s. 404. Nákvæmast hefur um þessa bók Ijallað: Halldór Hermannsson. Icelandic books of the sixteenth century. Ithaca, N. Y., 1916. s. 1-2 (Islandica, 9). Síðar hafa helst um þessa bók skrifað: Hallbjörn Halldórsson. „Letraval í prentsmiðjum á fyrstu öld prentlistarinnar á fslandi." (Landsbókasafn íslands. Árbók. 3-4 (1946-1947), s. 19—103) og Guðbrandurjónsson. „Sírajón Matthíasson sænski. Prentsmiðja hans á Breiðabólstað og Breviarium Holense." (Landsbókasafn íslands. Arbók. 7—8 (1950- 1951), s. 177-187). Þar er dregið í efa, að blöðin í Stokkhólmi séu úr Breviarium Holense. 3 Jón Halldórsson í Hítardal. Biskupasógur. Með viðbteti. II. Rv. 1911-1915. s. 377. Þetta er í ævisögu Brynjólfs biskups Sveinssonar eftir Torfa prófast Jónsson í Gaulverjabæ. Prentað er eftir handritinu Lbs. 738, 8vo, sem skrifað var árið 1786. Klemens Þorleifsson kennari gaf Landsbókasafninu 6. des. 1966 annað handrit þessarar ævisögu, sem nú er merkt Lbs. 4269, 4to. Það handrit er álíka gamalt og hitt, en sannanlegt er afsamanburði beggja handritanna, að hvorugt er afrit af hinu heldur eru bæði sjálfstæð afrit sameiginlegs glataðs forrits. Sönnun fyrir sjálfstæði 4269 er t. d. á s. 348 í fyrrnefndri prentun, en þar stendur: „svo til Krosseyrar yfir land, þaðan á vagni til Óðinseyjar". í 4269 er bætt við á eftir „land“: „sijdann á skipe yfer belltes sund til Niborgar á fione." Hér er landafræði Danmerkur rétt í 4269 og hlýtur það að vera upphaflegt, en villan komin inn í 738. Sönnun fyrir sjálfstæði 738 gagnvart 4269 er á s. 376 í prentuninni, en þar segir: „séra Þorleifur Jónsson í Odda“, en í 4269 stendur „Torfe“, sem er rangt. Fjórir guðspjallamenn eru nefndir á sama hátt í báðum þessum handritum og hefur forrit þeirra þá haft sams konar texta og að ofan er prentaður. Villur í þessum handritum eru það margar, að forrit þeirra hefur trúlega ekki verið frumrit ævisögunnar. Hér hefur verið sannað, að texti klausunnar um Fjóra guðspjallamenn hefur verið eins í forriti beggja handritanna, þótt ekki sé sannað, hvernig frumrit ævisögunnar hljóðaði. Haraldur Sigurðsson telur handritið, Lbs. 4269, 4to, frá fyrri hluta 18. aldar. „Ágrip af sögu prentlistar á íslandi.“ s. 10 (Bókaormurinn. 14 (1985)). 4 Lúðvík Harbó. „Kurtze Nachricht von der Islándischen Bibel-Historie, wobey zugleich von den Uebersetzern der Bibel verschiedenes angeluhret wird.“ s. 19 (Danische Bibliothec oder Sammlung von Alten und Neuen Gelehrten Sachen aus Dánnemarck. Achtes Stúck. Copenhagen 1746. s. 1-156).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.