Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1986, Blaðsíða 11

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1986, Blaðsíða 11
GUÐBRANDUR ÞORLÁKSSON OG BÓKAÚTGÁFA HANS 11 andi eftirritum. Frá árinu 1606 er og til með eigin hendi Guðbrands kort af Norðurvegum (þ. e. Norður-Atlantshafi), sem vafalaust er gert vegna siglinga til Grænlands.12 Arið 1564 kom Guðbrandur heim til íslands og varð þá strax skólameistari í Skálholti til 1567, en það ár fékk hann Breiðabólstað í Vesturhópi við andlát Jóns prentara sænska. Veturinn 1568-69 var Guðbrandur í Höfn vegna málaferla sinna gegn Hólastól út af erfðatilkalli eftir Jón lögmann Sigmundsson. Stóðu þessi málaferli mestalla ævi Guðbrands og urðu að lokum til að svipta kirkjuna miklum eignum, sem að síðustu lentu hjá konungi. Vegna þessara málaferla lét Guðbrandur prenta þrjá bæklinga, sem ekki áttu sér lengi hliðstæðu. Þegar Ólafur biskup Hjaltason lést 1569, kusu prestar til biskups í annað sinn síra Sigurð Jónsson á Grenjaðarstað. Hann var sonur Jóns biskups Arasonar, svo þess var varla að vænta, að konungur samþykkti að Sigurður yrði biskup. Hagsmunir konungs voru að festa lútherskan sið í sessi. Þess vegna var Guðbrandur kvaddur af konungi til biskupsembættis, því að hann var mótaður í lútherskum anda við Hafnarháskóla. Embættisveitingin var með öðrum orðum pólitísk. Þó verður að teljast undarlegt að velja mann til biskupsembættis, sem var í málaferlum gegn þeirri stofnun, sem hann átti að fara að veita forstöðu. Guðbrandur var vígður á pálmasunnudag, 8. apríl 1571, og var biskup til dauðadags 20. júlí 1627 alls 56 ár eða lengur en nokkur annar íslendingur fyrr og síðar. Sumarið 1572 kvæntist Guðbrandur Halldóru Árnadóttur frá Hlíðarenda. Hún lést af barnsíorum 1585. Þrjú börn eignuðust þau sem upp komust, en hér verður aðeins nefnd elsta dóttir hans, Halldóra, sem aldrei giftist, en hún haíði yfirráð Hólastaðar og lét 12 Um kortagerð Guðbrands hefur mest skrifað: Haraldur Sigurðsson. Kortasaga íslands frá lokum 16. aldar til 1848. Rv. 1978. Þar er á s. 84 mynd af Norðurvegakortinu, en önnur eftirmyndin kennd við Hollendinginn Ortelius hefur víða sést uAdanfarið í ljósprentun. Guðbrandur biskup Porláksson er fyrsti íslendingurinn, sem mynd er til af, og eru þ<er níu alls. Parfnast uppruni þeirra og samband rannsókna. Hér er birt mynd af Guðbrandi af óþekktum uþþruna. Neðan við hana er kvteði eftir Georg Dedeken (1564-1628) prest í Hamborg. Myndin er sennilega gerð þar um 1600 í sama sinn og alkunn mynd af Arngrími Urða. Myndþessi er númer 22840 í mannamyndasafni Pjóðminjasafns. Aftan á myndinni er blað úr enn óþekktu handriti frá 18. óld af kaflanum um Guðbrand Þorláksson í Ættartölubókum, sem kenndar eru við séra Þórð Jónsson í Hítardal (d. 1670). Upphafleg stærð er: 30.5X17.5 sm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.