Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1986, Blaðsíða 25

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1986, Blaðsíða 25
GUÐBRANDUR ÞORLÁKSSON OG BÓKAÚTGÁFA HANS 25 1956 í Lithoprenti og nú aftur 1984 á vegum bókaútgáfunnar Lögbergs. Einnig var sálmabók Guðbrands frá 1589 prentuð 1948 og Grallarinn fyrrnefndi var ljósprentaður 1944 og aftur 1982 eftir frumútgáfunni 1594. Loks má nefna af þessum endurútgáfum vísindalega útgáfu á Salomonis orðskviðum og Jesús Sýraks bók, sem fyrst voru gefnar út á Hólum 1580 og fyrr gat. Bækur, sem Guðbrandur lét prenta voru nær eingöngu bækur til kirkjulegra nota. Má þar nefna biblíuna og sérútgáfur á ýmsum ritum hennar, útdrættir og skýringar á henni, þ. e. rit sem biblíuna varða. Einnig voru gefnar út postillur, bænabækur, predikanir og slík trúfræðileg rit. Loks voru gefnar út sálmabækur, messusöngsbækur og handbækur. Þá er að lokum rétt að nefna þær útgáfur þeirra bóka, sem voru ekki kirkjulegar í strangasta skilningi þess orðs, og telst mér svo til, að þær séu alls fimmtán og hafa átta verið nefndar áður. Af rími og Jónsbók komu þrjár útgáfur af hvorri, en þær þrjár, sem eftir eru, voru rímur af samtali guðs við Evu, latnesk málfræði og loks er að nefna fyrrnefnda kennslubók í ræðugerð, sem aðeins er til í handriti. Vel má vera, að íleiri rit hafi verið gefin út til kennslu, þótt ekki séu þau varðveitt. Frá biskupstíð Guðbrands er fátt varðveitt af uppskriftum fornrita, en áfram héldu menn að yrkja rímur og vanda veraldlegan kveðskap. Guðbrandur vildi útrýma slíkum kveðskap með guðrækilegum kveð- skap, en tókst ekki. Merkilegt tillag Guðbrands til eflingar andlegs kveðskapar gegn veraldlegum er Vísnabókin fyrrnefnda. Þar er m. a. hið fræga kaþólska kvæði Lilja og kvæði eftir Jón biskup Arason. Sýnir þetta frjálslyndi við gamlan sið. Verðugt rannsóknarefni væri að kanna, hvort kaþólskar hugmyndir hefðu lifað lengur hér en annars staðar. Guðbrandur fékk frænda sinn Arngrím Jónsson til að svara „mörgum lastskrifum“ um ísland.27 Fyrsta bók hans var prentuð 1593 en aðeins ein á Hólum. Bækur Arngríms urðu umheiminum 27 Jón Halldórsson. Biskupasögur. I. Rv. 1903-1910. s. 164. <— Sigurðarregistur nr. B. II, 5 í Biskupsskjalasafni í Pjóðskjalasafni. Skinnbók þessi er kennd við Sigurð á Grenjaðarstað, sonjóns biskups Arasonar, og eru í henni allar úttektir Hóla frá 1525 er Jón biskup tók við. Hér sést óprentuð eignaskrá Hólastóls frá 18.júní 1571 er Guðbrandur tók við staðnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.