Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1986, Blaðsíða 49

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1986, Blaðsíða 49
AF JÓNSBÓKAREINTAKI í VISBY 49 sama tíma. Bendir það til, að stimplarnir haíi verið stungnir á íslandi. Myndefni þeirra, pálmagreinar, fornrómversk höfuðlíkneski og skjaldarmerki, sver sig þó í ætt við það, sem þekkt er á þessum tíma í Norður-Evrópu, og í sjálfri skipan efnisins er greinilegur svipur með því, sem við könnumst við á dönsku bókbandi. Eitt af einkennum þess er, segir dr. Lindberg, að höfuðlíkneski og skjaldarmerki koma fyrir til skiptis á hinni breiðu rönd í útjaðri spjaldanna. Því miður er þessi hluti þeirra svo slitinn orðinn, að erfitt er að átta sig á myndefni skjaldarmerkjanna. Pálmagreinarnar og hinar fagurofnu fléttur, sem standa hvorar gegn öðrum í miðreitum spjaldanna, eru betur varðveittar, svo sem ljósmyndin vottar.7 Eins og fram er komið áður, haíði umrætt eintak Lögbókarinnar þegar 1629 borizt allt austur á Gotland. Sr. Þorsteinn hefur um það leyti eða fyrr fargað eintakinu, hann að líkindum sleppt því við einhvern kaupmann eða starfsmann dönsku einokunarverzlunarinn- ar og það síðan borizt með honum frá íslandi, á yztu mörkum Danaveldis í vestri, til Gotlands, á austurmörkum ríkisins. Danir unnu fyrst Gotland 1361, er Valdimar Danakonungur Kristófersson sigraði bændaher Gotlendinga skammt frá Visby. Síðan gekk á ýmsu, og var það ekki fyrr en 1645, að eyjan komst að kalla endanlega aftur undir yfirráð Svía. Ferðir Lögbókarinnar íslenzku bregða upp mynd af samskiptum Norðurlandaþjóðanna fyrr á tíð. Hver veit, nema Lögbókin hafi fyrsta spölinn orðið samferða brennisteinsfarmi frá Húsavík og í farmi skipsins, er flutti hana til Gotlands, hafi þegar það sneri aftur verið einhver varningur, sennilegast timbur, er borizt hafi að lokum allt útnorður til íslands. 7 Um gamalt íslenzkt bókband sjá m. a. Anker Kyster: Gamle islandske bogbind, Bogvennen 1930, 85-102, og þátt Guðmundar Finnbogasonar um bókband í Iðnsögu íslands II, 237- 53, Reykjavík 1943. Hann er einnig birtur í verkinu Bókagerðarmenn frá upphafi prentlistar á íslandi, 11-20, Reykjavík 1946. Til viðbótar skulu þakkir hér færðar að lokum Monica Hedlund bókaverði í Háskólabókasafn- inu í Uppsölum, dr. Magnúsi Má Lárussyni, Einari G. Péturssyni deildarstjóra í Landsbóka- safni og Gunnar Sveinssyni skjalaverði í Þjóðskjalasafni fyrir góð ráð og bendingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.