Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1986, Blaðsíða 50

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1986, Blaðsíða 50
NANNA ÓLAFSDÓTTIR Af eddukvæðahandritum Bjarna Thorarensens Þann 9. október 1984 barst Landsbókasafni að gjöf handrit með eddukvæðum, en frá henni er nánara greint síðar í þessari Arbók, bls. 64. Fljótlega varð ljóst að þarna var komið annað eintak af eddukvæða- uppskrift Bjarna Thorarensens skálds frá árunum 1809 og 1810. Hitt er í safni Jóns Sigurðssonar, JS. 223, 4to, með nokkrum frávikum þó. Ekki leikur vafi á að bæði handritin eru með sömu hendi, þó að skriftaráferðin sé dálítið önnur og nokkurra blæbrigða gæti, skriftin ekki eins vönduð á fyrri hluta nýkomna handritsins. Margvísleg smáatriði í báðum handritum sýna að sami er skrifari beggja. Handritið nýkomna er 64 blöð (eitt autt blað fremst og annað autt blað aftast), 22,2 X 17,3 sm. Það er skinnheft með þrykktri mynd framan á kápu og þrykktu mynstri aftan á kápu meðfram kili. Að ofanverðu hefur skinnið verið gatað og varpað með þveng, en hann er nú horfinn. Myndin framan á kápu mun vera af Don Kíkóta og Sansjo Pansa, sögupersónum Cervantes. Handritið hefur lent í raka og jafnvel íleiru vondu og er pappírinn mikið fúinn. Bjarni Thorarensen segir í formála fyrir JS. handritinu að hann skrifi það eftir Eddu Jóns Ólafssonar yngra sem samin var eftir „handskrá Professoris Arna Magnússonar, hveria hann hafdi skrifat eptir skinnbók þeirri, sem geymd er i hinni konungligu bókhyrdslu i Kaupmannahofn ...“ Undantekningar eru þrjár kviður aftast í handritinu, Rígsþula, Gróttasöngur og Grógaldur. Nýkomna hand- ritið hefur ekki Völuspá og Hávamál eins og JS. handritið, og aftast vantar Rígsþulu og Gróttasöng, en skrifari hefur tekið með Grógaldur og komist aftur í 7. erindi 4. vísuorð. Þar lýkur handritinu. Stafsetningin er sú sama á báðum handritum og skeikar vart. Þegar Scheving fer heim 1810 úr „Kaupmannahafnar dampahvolfi“ eins og Bjarni skáld skynjar það, hefur hann ekki fengið svar við beiðni sinni í bréfi til Arnanefndar 12. febrúar (1810) „um að fá að láni óprentaðar eddukvæðauppskriftir í vörzlum Árnanefndar“, og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.