Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1986, Síða 50

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1986, Síða 50
NANNA ÓLAFSDÓTTIR Af eddukvæðahandritum Bjarna Thorarensens Þann 9. október 1984 barst Landsbókasafni að gjöf handrit með eddukvæðum, en frá henni er nánara greint síðar í þessari Arbók, bls. 64. Fljótlega varð ljóst að þarna var komið annað eintak af eddukvæða- uppskrift Bjarna Thorarensens skálds frá árunum 1809 og 1810. Hitt er í safni Jóns Sigurðssonar, JS. 223, 4to, með nokkrum frávikum þó. Ekki leikur vafi á að bæði handritin eru með sömu hendi, þó að skriftaráferðin sé dálítið önnur og nokkurra blæbrigða gæti, skriftin ekki eins vönduð á fyrri hluta nýkomna handritsins. Margvísleg smáatriði í báðum handritum sýna að sami er skrifari beggja. Handritið nýkomna er 64 blöð (eitt autt blað fremst og annað autt blað aftast), 22,2 X 17,3 sm. Það er skinnheft með þrykktri mynd framan á kápu og þrykktu mynstri aftan á kápu meðfram kili. Að ofanverðu hefur skinnið verið gatað og varpað með þveng, en hann er nú horfinn. Myndin framan á kápu mun vera af Don Kíkóta og Sansjo Pansa, sögupersónum Cervantes. Handritið hefur lent í raka og jafnvel íleiru vondu og er pappírinn mikið fúinn. Bjarni Thorarensen segir í formála fyrir JS. handritinu að hann skrifi það eftir Eddu Jóns Ólafssonar yngra sem samin var eftir „handskrá Professoris Arna Magnússonar, hveria hann hafdi skrifat eptir skinnbók þeirri, sem geymd er i hinni konungligu bókhyrdslu i Kaupmannahofn ...“ Undantekningar eru þrjár kviður aftast í handritinu, Rígsþula, Gróttasöngur og Grógaldur. Nýkomna hand- ritið hefur ekki Völuspá og Hávamál eins og JS. handritið, og aftast vantar Rígsþulu og Gróttasöng, en skrifari hefur tekið með Grógaldur og komist aftur í 7. erindi 4. vísuorð. Þar lýkur handritinu. Stafsetningin er sú sama á báðum handritum og skeikar vart. Þegar Scheving fer heim 1810 úr „Kaupmannahafnar dampahvolfi“ eins og Bjarni skáld skynjar það, hefur hann ekki fengið svar við beiðni sinni í bréfi til Arnanefndar 12. febrúar (1810) „um að fá að láni óprentaðar eddukvæðauppskriftir í vörzlum Árnanefndar“, og

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.