Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1994, Blaðsíða 9

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1994, Blaðsíða 9
BÓKAÚTGÁFA PÁLS SVEINSSONAR 9 kom út í heftum, sem alls mynduðu fjögur bindi, rúmar 1800 blaðsíður að lengd. Útgáfan hófst haustið 1857. Hún stóð yfir í sjö ár, lokahefti fjórða og síðasta bindis sá loks dagsins Ijós 1864. Um greiðslu til Steingríms fyrir þýðinguna er fátt vitað. Þó er ljóst, að Páll hefur borgað honum nokkra fjármuni fyrir verkið fyrstu árin, en miður þegar á leið, enda þá kominn í mikla fjárþröng. Samkvæmt frásögn Benedikts Gröndals hefur Stein- grímur og verið ráðinn „upp á hlut“. Gröndal segir um Pál Sveinsson: „Hann gaf út Þúsund og eina nótt, sem Steingrímur Thorsteinsson sneri, og var mikið þrekvirki að orka því svo að segja fyrir ekkert, því Steingrímur fékk ekki annað fyrir en vonina um helming ágóðans, og má nærri geta, hvað mikið það hefur orðið, þegar við íslendinga er að eiga.“ Annað útgáfustórvirki sem þeir stóðu að báðir, Steingrímur og Páll, var Ný sumargjöf, myndskreytt tímarit til skemmtunar og fróðleiks, alger nýjung á íslenskum bókamarkaði. Þetta var ársrit, sem hóf göngu sína árið 1859, kom út samfellt í fjögur ár, 1859-1862. Síðan féllu tvö ár úr vegna fjárskorts útgefanda. Fimmti og síðasti árgangur kom loks út 1865. Steingrímur mun hafa átt hugmyndina að útgáfu Nýrrar sum- argjafar. Sú er a.m.k. hyggja Gröndals: „Steingrímur held ég hafí fengið Pál í upphafi til að gefa út Sumargjöfina." Ný Sumargjöf var fróðleiks- og skemmtirit í háum gæðaflokki. Það flutti einkum þýtt efni, sem valið var af smekkvísi og snúið á ágæta íslensku. Þar birtust smásögur eftir Dickens, Mérimée, Al. Dumas, Washington Irving, H.C. Andersen, Bj. Björnson o.fl. Þar komu og skemmtilegar sagnfræðilegar frásagnir, líflegir þættir úr ríki náttúrunnar, fróðleiksmolar af ýmsu tagi, dæmisögur, stuttar gamansögur og skrítlur. Frumsaminn skáldskapur er þar ekki annar en kvæði eftir Steingrím í árganginum 1861, þar á meðal Systkinin á berjarnó, einkar hugnæmt ljóð, sem öðlaðist vinsældir. Steingrímur virðist hafa annast ritstjórn fyrsta, þriðja og fímmta árgangs Nýrrar sumargjafar og lagt þar til meginefnið. Benedikt Gröndal sá að mestu um annan árgang og fjórða árgang að töluverðu leyti. í öðrum árgangi er snilldarþýðing hans á Brúðar- draugnum eftir W. Irving. í fjórum fyrstu árgöngum Nýrrar sumargjafar birtist töluvert af myndum, og var það alger nýjung í íslensku tímariti. Ritið var snyrtilegt að frágangi og vel prentað. Hannes Pétursson kemst svo að orði:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.