Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1994, Blaðsíða 17

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1994, Blaðsíða 17
BÓKAÚTGÁFA PÁLS SVEINSSONAR 17 6 Heita má, að alger þögn ríki um síðustu æviár Páls Sveinssonar. Hann hefur vafalaust unnið að bókbandi svo lengi sem kraftar leyfðu. Hannandaðistí Kaupmannahöfn ö.júlí 1874, umþað leyti sem íslendingar héldu þjóðhátíð, fimmtíu og sex ára að aldri. Ókunnugt er þeim, sem þetta ritar um banamein hans. í íslensk- um blöðum og tímaritum frá þessum tíma er ekki annað að fínna um Pál en örstutta dánarfregn í Þjóðólfi, þar sem getið er andláts hans og greftrunardags (12. júlí). Þar segir enn fremur: „Fylgdu honum nálega allir Islendingar, sem í Höfn voru, til grafar. Þegar vér fáum betri skírteini, skal geta hinna helstu æviatriða þessa valinkunna og merka manns.“ Hin boðaða dánarminning í Þjóðólfi kom aldrei. Og við það hefur setið allt fram á þennan dag. Árið 1946 kostaði Snæbjörn Jónsson nýja útgáfu af Ijóðasafninu Svövu. f formála minntist hann Páls Sveinssonar með þessum orðum. „Um hann var þögn, lífs og liðinn, og hún svo djúp, að ekkert rýfur hana. Enginn minnist þessa ósíngjarna manns, sem íslenskar bókmenntir eiga svo mikið upp að inna. Félítill í framandi landi er hann sí og æ að senda snauðri, sinnulítilli og vanþakklátri þjóð sinni úrvalsrit í hinum sómasamlegustu útgáfum — rit sem urðu prýði bókmennta hennar. Enginn réttir honum hjálparhönd, hvernig sem hagur hans stendur, og að lokum ríður þessi starf- semi fjárhag hans að fullu. Það var að sögn Púsund og ein nótt, í hinni hugljúfu og sígildu þýðingu Steingríms, sem að lokum olli honum gjaldþroti. Og þegar hann rýmir sviðið, gamall og án efa saddur lífdaga, þá hverfur hann úr þögn í þögn.“ Indriði Einarsson kynntist Páli Sveinssyni lítillega á síðustu æviárum hans. Kemur það í hlut hans að hafa síðasta orðið um Pál: „Kvöld eitt í Höfn sátum við, nokkrir ungir menn, að sumbli, og þar var Páll Sveinsson líka. Hann var höfðinglegur maður í sjón. Hann var hár og hraustlegur, ekki feitur, og svaraði sér vel. Andlitið var stórt og fyrirmannlegt. Húðin dimm. Ennið var hátt og gáfulegt, og bak við það sýndist mér að mundi búa vilji, þessi vilji, sem jafnframt er vegurinn fram á leið. Málrómurinn var sterkur, en maðurinn fremur fáorður. Hárið var mikið farið að grána. Skeggið var tvíklofið alskegg, en hið virðulegasta. Maður- inn var þreytulegur, annaðhvort eftir erfitt dagsverk eða áhyggju- sama ævi. Hann drakk aðeins brennivín. 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.