Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1994, Blaðsíða 32

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1994, Blaðsíða 32
32 FINNBOGI GUÐMUNDSSON Manfreð fór í nóvemberlok til Japan að taka út skjaldasmíðina, sem kallað er, en óskað var eftir því, að sérstakt sýnishorn yrði kannað vandlega, áður en skjaldasmíðinni yrði hleypt af stað. Færi gafst og á í leiðinni að skoða nokkrar byggingar, sem klæddar hafa verið slíkum skjöldum, og ræða ýmis mikilsverð tækniatriði. Við komu hinna japönsku álskjalda til landsins var í maímánuði 1983 hafin vinna við einangrun útveggja 3. og 4. hæðar og uppsetningu skjaldanna. Stóð það verk að kalla út árið. Jafnframt því var unnið að þaksmíðinni, og varð henni einnig lokið á árinu. Ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens reyndist bókhlöðumálinu vel. Þótt framkvæmdahraði yrði minni en ákjósanlegt hefði verið, hélzt samfelldur skriður á þeim, og var það stórum þakkarvert. En eins og oft vill verða við stjórnarskipti, styður viðtakandi stjórn ekki ætíð sum þau mál, er fráfarandi stjórn lét sér annt um. Þjóðarbókhlöðumálinu var í því efni nokkur hætta búin, enda kom þaðádaginn. í íjárlagafrumvarpinu í október 1983 fyrirárið 1984 voru einungis ætlaðar tvær milljónir til bókhlöðunnar, er síðar í meðförum þingsins og fyrir atbeina Ragnhildar Helgadóttur menntamálaráðherra voru hækkaðar í sjö milljónir. Hluti þessa fjár gekk til að ljúka greiðslum fyrir verkþætti sl. árs og til að búa í haginn fyrir það mikla verk, sem nú beið innan húss og vonandi yrði unnt að snúa sér að af afli sem allra fyrst. í tillögum byggingarnefndar 1. júní 1984 var lagt til, að bók- hlöðusmíðinni yrði lokið 1988, en þá yrðu tíu ár liðin frá því, er framkvæmdir hófust við Birkimel. Þess er loks að geta, að Árni Gunnarsson skrifstofustjóri menntamálaráðuneytisins var 20. október 1984 skipaður í bygg- ingarnefnd Þjóðarbókhlöðu. Veitt var á árinu 1985 tíu milljóna króna aukafjárveiting til Þjóðarbókhlöðu, er kom til viðbótar sjö milljónum á fjárlögum ársins og rúmum þremur milljónum, er geymdar voru frá árinu 1984. Nýr áfangi var því boðinn út um sumarið, og hófust fram- kvæmdir í september. Var hér um að ræða ílögn í gólf á fjórum hæðum, lagnir ýmsar vegna hitakerfis og loftræsibúnaðar, ein- angrun o.fl. Samkvæmt lögunum um þjóðarátak til byggingar Þjóðarbók- hlöðu, sem getið verður síðar og valda áttu straumhvörfum í mál- efnum bókhlöðunnar, skyldi fást stórfé til framkvæmdanna á árunum 1987-89. Dálítið forskot á það fé fékkst á árinu 1986, svo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.