Vísbending


Vísbending - 03.01.1985, Blaðsíða 1

Vísbending - 03.01.1985, Blaðsíða 1
VÍSBENDING VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL 1.3 3.JANUAR1985 Vextiroggengi Hvemig getur þjóöarbúskapur án hagvaxtar boriö 5 - 8% raunvextj? Vaxtahækkun - vaxtalækkun Vextir af óverðtryggðum reikn- ingum hafa nú verið hækkaðir og vextir af verðtryggðum reikning- um lækkaðir í samræmi við á- kvörðun bankastjórnar Seðla- bankans sem tilkynnt var um þann 20. desember sl. Vextir af verð- tryggðum útlánum lækka um 3% og verða 4% af lánum allt að tveimur og hálfu ári en 5% af lengri lánum. Vextir af almennu (óverðtryggðu) sparifé hækka um 7%, bæði vegna meiri verðbólgu næstu mánuði og vegna þess að vextir af almennu sparifé, sem bundnir eru ákvörðun Seðlabankans, höfðu dregist aftur úr öðrum innlánsvöxtum. Hér er ekki ætlunin að fjalla nánar um þessa vaxtabreytingu heldur þá spurningu hvernig hægt sé að rétt- læta háa raunvexti, ef til vill 5 til 8%, í þjóðarbúskap þar sem framleiðsla hefur farið minnkandi þrjú síðast- liðin ár og þar sem ekki eru neinar horfur á verulegri framleiðsluaukn- ingu á næstu fjórum til fimm árum. Ef ávöxtun sparifjár í landinu ræðst af arðsemi atvinnulífsins væri ekki um jákvæða raunvexti af sparifé að ræða hér. I Vísbendingu hefur þó þeirri skoðun einatt verið haldið fram að hér þyrftu raunvextir að vera 5 til 8% og hefur sú skoðun verið studd ýmsum rökum (sjá t.d. Vísbendingu 17. október sl.) Spurningunni hvernig unnt sé að ætlast til að atvinnuvegir án fram- leiðniaukningar geti staðið undir jákvæðum raunvöxtum til lengdar hafa þó ekki verið gerð viðhlítandi skil. Erlendir vextirog opin lítil hagkerfi Svarið við spurningunni hér að ofan er í senn flókið og afar einfalt. Þeir vextir sem íslenskir atvinnu- vegir greiða af því fjármagni sem þeir hafa tekið að láni til fjárfest- ingar og rekstrar ráðast ekki af framleiðni þessara atvinnuvega. Hér er eingöngu um lán að ræða, oft erlend, annaðhvort tekin í lána- stofnunum eða með sölu skulda- bréfa á frjálsum markaði, með föstum vöxtum eða breytilegum erlendum markaðsvöxtum. Af þessum lánum verður jafnan að greiða vexti og afborganir í sam- ræmi við lánsskilmála, hvernig sem rekstur viðkomandi fyrirtækja gengur. Þetta er eitt af helstu ein- kennum á fjármögnun íslenskra atvinnuvega. Þeir eru í afar ríkum mæli fjármagnaðir með lánsfé úr bönkum, sjóðum eða af skulda- bréfamarkaði en ekki með áhættu- fé, þ.e. hlutafé, þar sem arðgreiðsl- ur ráðast af afkomu fyrir- tækja. Af þessu leiðir að vextirnir sem fyrirtækin greiða af lánum sínum ráðast af aðstæðum á fjár- magnsmarkaði hverju sinni og eru algerlega úr tengslum við fjárhag hvers fyrirtækis. Frá rekstrarlegu sjónarmiði er þetta afar óheppilegt en ástæður þessa fyrirkomulags eru m.a. sögulegs eðlis. Auk þess hafa skattalög komið í veg fyrir að hér gæti risið markaður fyrir hluta- bréf í íslenskum fyrirtækjum. Skattalögum er þó auðvelt að breyta. Vextirnir sem íslenskir atvinnu- vegir þurfa að greiða af fjárfest- ingarlánum sínum ráðast því á fjármagnsmarkaði án tillits til afkomu fyrirtækjanna og án tillits til efnahagslegra aðstæðna hér á landi. Fjármagnsmarkaður er al- þjóðlegur markaður og íslendingar hafa engin áhrif á þróun vaxta þar. Við höfum jafnan þurft að sætta okkur við að greiða markaðsvexti af erlendum lánum og oftast er ekki um annað að velja en að selja út- flutningsafurðir á þvi verði sem í boði er á erlendum markaði hverju sinni. Petta er í samræmi við kenningáVAHirhí; .öp'in' lítil hagkerfi. Þau eru „price-takers" á útflutn- ingsmarkaði sínum. Innfluttar vörur og þjónustu verður einnig að kaupa á því verði sem gildir á erlendum markaði. Að spyrja hvernig unnt sé að ætlast til þess að undirstöðu- atvinnugreinar okkar geti staðið undir 8% raunvöxtum er jafngilt því að spyrja hvers vegna sjávarafurðir séu seldar á svo lágu verði erlendis að rekstur fyrirtækja á íslandi beri sig ekki eða olía keypt svo dýru verði að útgerð borgi sig ekki. Hafa verður í huga að áhrif okkar á verð og vexti á erlendum markaði eru hverfandi. Erlendir vextir - innlendir vextir En hvers vegna eru þá vextir hér á landi ekki í samræmi við afkomu atvinnuveganna? Nú hafa vextir verið gefnir frjálsir og því ættu þeir ekki að vera hærri á markaðinum en svo að innlendir atvinnuvegir geti staðið undirþeim. íslenskur fjármagnsmarkaður er aðeins örlítill angi af alþjóðlegum fjármagnsmarkaði og ekki verður hjá því komist til lengdar að vextir séu nokkurn veginn í samræmi við vexti erlendis. Oft hefur verið höfðað til réttlætiskenndarinnar og Efni: Framleiðniog vextir á fjármagnsmarkaði Áramótagengið Töflur: Euro-vextir Gengi helstu gjaldmiðla Gengi íslensku krónunnar 4 11495 .AH'US

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.