Vísbending


Vísbending - 03.01.1985, Blaðsíða 3

Vísbending - 03.01.1985, Blaðsíða 3
VÍSBENDING 3 einn haldið uppi sambærilegum lífskjörum hér á landi og í ná- grannalöndunum. Komust þeir að þeirri niðurstöðu að skapa þyrfti skilyrði miklu fjölbreyttari útflutn- ings, bæði iðnaðarvöru og fullunn- inna sjávarafurða. Vissulega hefur margt gerst á þeim 17 árum frá því að greinin var rituð. Islendingar eiga nú aðild að EFTA. Á síðasta áratug jókst þorskafli verulega og viðskiptakjör bötnuðu fra'man af. Nýting loðnu- stofnsins kom sem viðbót við fyrri slarfsemi í sjávarútvegi og útflutn- ingur iðnaðarvara, bæði stóriðju og almenns iðnaðar, er nú verulegur. En á síðasta áratug margfaldaðist einnig olíuverð og erlendar skuldir uxu stórum svo að þær eru nú komnar á hættulegt stig. Auk þess hefur nú dregið úr þorskafla aftur svo að staðan er á margan hátt lík og árið 1968 að því frátöldu sem hér hefur verið nefnt. Þá sáu menn ekki fyrir verulegan vöxt í tekjum sjávarútvegs. Nú eru ekki horfur á að veruleg framleiðsluaukning geti orðið í þjóðarbúskapnum á næstu fjórum til fimm árum. í grein sinni segja þeir Jóhannes Nordal og Sigurgeir Jónsson m.a.: „Sann- leikurinn er sá að lítið hagkerfi, eins og ísland, getur því aðeins tryggt vaxandi atvinnu, að það hafi yfir sívaxandi gjaldeyristekjum að ráða. Aukning útflutningsfram- leiðslu hefur því reynst þjóðum, sem búa við svipuð skilyrði, örugg- asta leiðin til þess bæði að auka atvinnu og bæta lífskjör. Með vax- andi gjaldeyristekjum vex svigrúm- ið til innlendra framkvæmda og fjárfestingar og til þess að taka upp framleiðslu, sem byggist á inn- flutningi erlendra hráefna. Aukning útflutningstekna verkar því sem aflgjafi bæði beint í gegnum vax- andi tekjur þeirra, sem við útflutn- ingsatvinnuvegina starfa, og óbeint í bættum skilyrðum til framleiðslu og fjárfestingar í öllum öðrum greinum atvinnulífsins. Hversu sterk þessi áhrif eru, ættu íslend- ingar best að vita eftir reynslu uppgangsáranna 1962-1966.” Áhrifum útflutningsstarfsemi á þjóðarbúskapinn er einnig lýst á skemmtilegan hátt í nýrri bók Sig- fúsar Jónssonar, „Sjávarútvegur íslendinga á tuttugustu öld” (Hið íslenska bókmenntafélag, Reykja- vík 1984) sem út kom nú fyrir jólin. í níunda og næstsíðasta kafla bók- arinnar lýsir Sigfús áhrifum sjávar- útvegs á efnahagslíf og byggða- þróun á árunum eftir stríð og þar er greint frá tengslum atvinnugr'eina og hvernig útflutningur er aflvaki Áramótagengið Gengi helstu gjaldmiðla á síð- ustu dögum ársins 1984 ein- kenndist af styrkri stöðu Bandarikjadollara. Þann 28. desember sl. varð gengi doll- arans gagnvart þýsku marki Gengisskráning DM 3,1502 samkvæmt gengis- skráningu Seðlabankans, en hún ræðst afgengi gjaldmiðla i London að morgni hvers við- skiptadags. Hver dollari kost- aði þann dag 2,5980 svissn- eska franka en hvertpund kost- aði aðeins 1,1597 dollara. Þannig má segja að gengi doll- arans hafi verið svipað í lok ársins gagnvart þýsku marki, svissneskum franka og yeni og i síðustu tveimur hápunktum þar á undan, þ.e. 21. septem- ber og 17. október sl. (sjá töflu i Visbendingu 24. októbersl.) Á gamlársdag kostaði hver dollari kr. 40,60 hér á landi en var skráður á kr. 28,71 og kr. 16,65 íárslok 1983 og 1982. /, krónum talið hækkaði þvi gengi ■ Bandarikjadollara um 41,41% á síðasta ári, þarafum 35,24% á sióari hluta ársins. Sá gjald- miðill sem minnst hækkaði i verði 'hér á landi á árinu 1984 var portúgalska eskúdó sem aðeins hækkaði um 10,38%. Athyglisvert er að sterlings- pundið hækkaði aðeins i verði um 13,37% á síðasta ári en gengi pundsins féll talsvert undir lok ársins á alþjóðlegum gjaldeyrismarkaði. Gengi ECU, sem líta má á sem nokkurs konar meðaltal Evrópumynta, hækkaði um 21,15% á árinu 1984 en SDR hækkaði i verði um 32,65% á árinu. Meóalgengi krónunnar var 26,87% hærra í lok ársins 1984 en 30. desember 1983. Þessi hækkun var mestöll á siðari hluta ársins, en erlendir gjald- miðlar hækkuðu að jafnaði um 25,02% frá 30. júnísl. Næstum engin breyting hefur orðið á meðalgengi krónunnar frá gengislækkuninni þann 19. nóvembersl.. Gengi m.v. dollara (nema i efstu línu m.v. pund)_______________________________________________Breyting l%til 31.12. '84 trá: Des.83 meðalg. 31.12. 1983 30.6. 1984 Vikan 24.12.-28.12.84 M F F 31.12. 1984 Des. 1983 31.12. 1983 30.6. 1984 1 US$/UK pund 1,4347 1,4500 1,3500 1,1735 1,1690 1,1597 1,1625 -18,97 -19,83 13,89 2 DKR/$ 9,9427 9,8450 10,2241 11,1467 11,2127 11,2714 11,2575 13,22 14,35 10,11 3 IKR/$ 28,652 28,710 30,020 40,390 40,490 40,640 40,600 41,70 41,41 35,24 4 NKR/$ 7,7143 7,6950 7,9970 9,0336 9,0610 9,0956 9,0840 17,75 18,05 13,59 5 SKR/$ 8,0542 8,0010 8,1841 8,9175 8,9386 8.9814 8.9660 11,32 12,06 9,55. 6 Fr. frankar/$ 8,3752 8,3275 8,5520 9,5451 9,5975 9,6475 9,6099 14,74 15,40 12,37 7 Sv. frankar/$ 2,1954 2,1787 2,3305 2,5725 2,5805 2,5980 2,5900 17,97 18,88 11,14 8 Holl. gyll./$ 3,0818 3,0605 3,1385 3,5260 3,5392 3,5600 3,5500 15,19 15,99 13,11 9 DEM/$ 2,7466 2,7230 2,7866 3,1190 3,1342 3,1502 3,1450 14,51 15,50 12,86 10 Yen/$ 234,299 231,906 237,350 248,172 249,799 250,431 251,596 7,38 8,49 6,00 Gengi íslensku krónunnar 1 Bandaríkjadollari 28,652 28,710 30,020 40,390 40,490 40,640 40,600 41,70 41,41 35,24 2 Sterlingspund 41,106 41,630 40,527 47,398 47,333 47,132 47,198 14,82 13,37 16,46 3 Kanadadollari 22,991 23,065 22,776 30,662 30,709 30,759 30,758 33,78 33,35 35,05 4 Dönskkróna 2,8818 2,9162 2,9362 3,6235 3,6111 3,6056 3,6065 25,15 23,67 22,83 5 Norskkróna 3,7142 3,7310 3,7539 4,4711 4,4686 4,4681 4,4694 20,33 19,79 19,06 6 Sænskkróna 3,5574 3,5883 3,6681 4,5293 4,5298 4,5249 4,5282 27,29 26,19 23,45 7 Finnsktmark 4,8975 4,9415 5,0855 6,2244 6,2187 6,2160 6,2080 26,76 25,63 22,07 8 Franskur franki 3,4211 3,4476 3,5103 4,2315 4,2188 4,2125 4,2248 23,49 22,54 20,35 9 Belgískurfranki 0,5129 0,5163 0,5294 0,6447 0,6443 0,6434 0,6439 25,55 24,71 21,63 10 Svissn. franki 13,0508 13,1773 12,8814 15,7007 15,6908 15,6428 15,6757 20,11 18,96 21,69 11 Holl.gyllini 9,2971 9,3808 9,5651 11,4549 11,4403 11,4157 11,4366 23,01 21,91 19,57 12 Vesturþýskt mark 10,4321 10,5435 10,7730 12,9497 12,9186 12,9006 12,9094 23,75 22,44 19,83 13 Itölsklíra 0,01721 0,01733 0,01749 0,02105 0,02102 0,02095 0,02106 22,37 21,52 20,41 14 austurr. sch 1,4802 1,4949 1,5359 1,8439 1,8409 1,8377 1.8388 24,23 23,00 19,72 15 Portug. escudo 0,2177 0,2167 0,2049 0,2411 0,2405 0,2394 0,2392 9,86 10,38 16,74 16 Sp. peseti 0,1815 0,1832 0,1901 0,2341 0,2339 0,2339 0,2341 28,98 27,78 23,15 17 Japansktyen 0,12229 0,12380 0,12648 0,16275 0,16209 0,16228 0,16137 31,96 30,35 27,59 18 Irsktpund 32,398 32,643 32,962 40,410 40,409 40,254 40,255 24,25 23,32 22,13 19 ECU 23,551 23,793 24,085 28,897 28,839 28,779 28,826 22,40 21,15 19,69 20 SDR 29,877 30,024 30,936 39,798 39,801 39,861 39,826 33,30 32,65 28,74 Meðalg. IKR 109,16 109,90 111,52 139,46 139,43 139,41 139,43 27,73 26,87 25,02 Heimild: Seðlabanki íslands.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.