Vísbending


Vísbending - 07.01.1987, Blaðsíða 2

Vísbending - 07.01.1987, Blaðsíða 2
VÍSBENDING 2 Gjaldeyrismarkaöur Spá um þróun helstu gjaldmiðla á nýju ári Hagvöxtur ekki eins mikill og búist hafði verið við Tölur fyrir nýliðið ár 1986 sýna að rík- ustu iðnaðarþjóðum heims tókst að meðaltali að halda uppi hagvexti á bitinu 2-3% á sama tíma og verðbólga lækkað sjötta árið í röð vel undir 5% á ársgrund- velli. Þessi árangur er að flcstra mati alls ekki eins góður og vænst hafði verið fyrr á árinu. Tvær ástæður liggja að baki því að búist var við meiri hagvexti en raun varð á. f fyrsta lagi þá er að nefna að frá því í janúar 1985 hefur olíuverð fallið sem nemur rúmum 44% eða frá því um 27-28 dollarar á tunnu í það sem var snemma í síðasta mánuði eða 15 dollarar á tunnu. Búist var við því að þetta mikla verðfall myndi leiða til stóraukinnar framleiðslu í iðnríkjum. En eins og bent er á í nýjasta hefti vikuritsins „the Economist“ þá eru einmitt nokkur helsutu iðnríki heims einnig olíuframleiðsluríki. Sú lækkun sem hefur orðið á olíuverði hefur þannig leitt af sér mikin tekju missi fyrir viðkomandi lönd. Þetta hefur þess vegna leitt til tog- streitu milli annarsvegar þess ágóða sem lækkun olíuverðs hefur haft á hagkerfin í formi t.d. hækkunnar á rauntekjum neyt- enda og hinsvegar lækkandi útflutnings- tekna landanna. Hin ástæðan fyrir því að vonast var eftir meiri bata er sú að gengi dojlara hefur lækkað á alþjóðagjaldeyris- markaði allt undanfarið ár og hefur sú þróun ekki leitt til minnkunar á hinum mikla óhagstæða viðskiptajöfnuði Banda- ríkjanna eins og hefði mátt gera ráð fyrir. Þess í stað hefur hann aldrei verið meiri en einmitt nú. Spá helstu sérfræðinga um þróun helstu gjaldmiðla á næsta ári. í nýjasta hefti „Euromoney Treasury Report“ er gerð grein fyrir áliti helstu sér- fræðinga á alþjóðagjaldeyrismarkaði um þróun helstu gjaldmiðla fyrir næsta ár. Það sem hér fylgir á eftir er byggt á því sem þar kemur fram. Þýska markið Almennt er talið að þýska markið muni hækka mjög lítið gagnvart Bandaríkja- dollara á næsta ári. Flest virðist benda til að aðilar markaðarins telji að gengissig dollara gagnvart helstu myntum sé nú orðið nægilegt til þess að snúa við þeirri þróun sem hefur verið á óhagstæðum við- skipatjöfnuði Bandaríkjanna gagnvart þjóðunum. 12 mánaða meðaltalsspá fyrr- nefndra sérfræðinga er 1,95 DM. Sú spá þýðir í raun að gengi þýska marksins gagnvart dollara verði hærra en það hefur verið í yfir 6 ár. Ef spáin rcynist rétt þá þýðir jjetta einnig aö gengisskráning þýska marksins muni aðcins hækka um 1% á árinu ef miðað er við gcngisskrán- ingu myntanna frá 1. desember síðastlið- inn á alþjóðagjaldeyrismarkaði. Að mati sérfræðinga Manufacturers Hanover Trust þá telja þeir að ólíklegt sé að að- ildarlönd G5 fundarins svokallaða, sem átti sér stað seint á árinu 1985, leyfi gengi Bandaríkjadollar að hækka gagnvart myntunum að einhverju ráði í náinni framtið. Þýski seðlabankinn hefur t.a.m. keypt og selt dollara hvenær sem þarlend- um yfirvöldum hefur þótt sveiflurnar á gengi marksins gagnvart dollara of miklar. Það sem liggur að baki þessarar væntanlegu sterku stöðu marksins gagn- vart dollara er að spáð er 3,0% hagvextir í Þýskalandi á næsta ári, óverulegri verð- bólgu og áframhaldandi hagstæðum við- skiptajöfnuði við útlönd. Sterlingspund Spár um þróun sterlingspunds á næsta ári bera mjög sterkan keim af dökku útliti í efnahagsmálum Breta á næsta ári. Meðaltalsspáin fyrir árið er að pundið verði um 1,41 dollari sem þýðir í raun 1,4% sig frá þeirri gengisskráningu sem var þegar spáin var gerð þ.e. 1. desember. Spár um gengisþróun pundsins markast að því er virðist af þeirri óvissu sem ríkir um einstaka efnahagsstærðir á Bretlandi fyrir þetta ár. Verðbólga er talin muni aukast frá því sem verið hefur, þá er útlit fyrir að viðskiptajöfnuður verði enn óhagstæðari en verið hefur auk þess sem nokkurrar óvissu virðist gæta um það hvaða stefnu stjórnvöld eigi að taka varðandi gengis- skráningu pundsins. Gagnvart þýska markinu þá telja sumir sérfræðinganna að pundið gæti jafnvel fallið niður fyrir eldri mörk myntanna. D. Morrison einn sér- fræðinga fyrirtækisins Goldman Sachs er þessarar skoðunar en hann telur enn- fremur að pundið muni hækka síðar á ár- inu og ná jafnvægi gagnvart þýsku marki í kringum 2,70 þýsk mörk. Það jafnvægi komi til með að skapast eftir að Bretar tengja sterlingspundið við myntir evr- ópska gjaldeyriskerfisins en hann spáir að það verða að veruleika nú í ár. Helsta orsök veikrar stöðu pundsins á síðstliðnu ári má rekja til áhrifa vegna lækkandi olíuverðs og virðist sem þeirra áhrifa gæti í þessum spám. Með nýtilkomnu sam- komulagi OPEC ríkja um hækkun olíu- verðs í 18 dollara á tunnu má telja líklegt að staða sterlingspundsins gæti styrkst að einhverju marki. Yen í spám um þróun japanska yensins kemur fram að samkomulag það sem stjórnir Japans og Bandaríkjanna gerðu með sér um gengisskráningu myntanna gagnvart hvor annarri mun ekki haldast fram eftir árinu. I því samkomulagi er gert ráð fyrir að Bandaríkin muni ekki reyna að þrýsta á lækkun dollara niður fyrir 150 til 160 yen á dollara og gagnkvæmt þá muni Japan ekki reyna að stuðla að lækkun yens niður fyrir 170 til 180 yen á dollar. Meðaltalsspá fyrir gengisskrán- ingu myntanna er 156 yen á dollar en yfir helmingur þeirra sem spáðu telja að yenið muni hækka gagnvart dollara og að það muni jafnvel verða skráð hærra en nokkru sinni fyrr en hæst hefur gengi yensins verið um 152,35 á dollar þann 19. sept- ember síðastliðinn. Japanskir sérfræðing- ar virðast flestir þeirrar skoðunar að gengi yensins muni hækka umfram það sem getið er í áðurnefndu samkomulagi og telur t.d. Teiso Taya hjá Daiwa Securities Research Institute að gengi yensins gagn- vart dollara muni sveiflast á bilinu 160 til 180 yen á dollara. Það sem kemur einna mest til með að ákvarða þróunina milli myntanna er fjármagnsflæðið milli land- 7. janúar1987

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.