Vísbending


Vísbending - 06.01.1988, Blaðsíða 3

Vísbending - 06.01.1988, Blaðsíða 3
V1SE3END1NG 3 þeim skilningi var gengið fremur afgangsstærð en stýribreyta. Hið sama má segja um peningasköpun. Aflabresti, olíuverðshækkunum og óraunliæfum kjarabótum var mætt með því að minnka virði íslensku krónunnar, fjölga núllum í launa- umslaginu. Það er einn af kostum frjálsrar þjóðar að ráða gengi sinnar eigin myntar. En livar er þá fasti punkturinn í tilverunni? Með aðstoð líkans sem dr. Tór Einarsson gerði um áhrif framboðs- skella á íslenska hagkerfið höfum viö reynt að meta hvaða árangri er unnt að ná í sveiflujöfnun með mismun- andi gengisstefnu. Við bárum saman eftirfarandi kosti: 1) Sveigjanlegt raungengi eins og verið hafði. 2) Tregbreytilegt raungengi þar sem reynt er að spyrna við fótum með því að elta ekki smávægilegar sveiflur sem koma utan að. 3) Fastgengisstefnu áþekka þeirri sem fylgt hefur verið að undanförnu. Einnig voru eftirfarandi úrræði skoðuð: 4) Jöfnunarsjóður. 5) Kaup og sala verðbréfa til sveiflu- jöfnunar. Það kemur sennilega ekki á óvart eftir á að allir kostirnir 2,- 5. megna að jafna sveiflur í neyslu, atvinnu, tekjum og verðlagi betur en sú geng- isstefna sem fylgt var 1970 - 1983. Jafnframt eru áhrifin á framleiðslu óveruleg. Þetta gefur sterklega til kynna að unnt er að bæta hagstjórn verulega að því er varðar deyfingu á áhrifum utanaðkomandi sveiflna á hagkerfið. Minnkun styrkleika upp- haflegu sveiflnanna næst hins vegar einungis á löngum tíma með fjöl- breyttara atvinnulífi. Er bannað að hækka gengið í góðæri? Nú má segja að 4.kosti, þ.e. föstu nafngengi hafi verið fylgt að undan- förnu, en samt syrtir í álinn varðandi verðbólgu og viðskiptahalla. Hvað fór úrskeiðis? Að því veröur vikið nánar hér á eftir. En tökum eftir því að væri þeirri stefnu fylgt að hafa tregbreyti- legt raungengi væri gengið bæði hækk- að og lækkað eftir aðstæðum hverju sinni. Það er því fyllsta ástæða til að spyrja sig hvort stjórnvöld eigi ekki þann leik að hækka gengið í góðæri. En það virðist ekki eiga upp á pall- borðið hvorki hjá vinnuveitendum né launþegum. Jöfnunarsjóðir Þótt jöfnunarsjóðir geti skilað sama árangri í sveiflujöfnun og markviss gengisstefna hefur það sýnt sig að ýms- ir framkvæmdaörðugleikar eru á því að beita þcim. Þær vonir sem bundnar voru við verðjöfnunarsjóði fiskiðnað- arins hafa ekki ræst. Hagsmunagæsla og pólitík hafa ráðið ferðinni fremur en verðjöfnun. Það er líka tímanna tákn að L.Í.Ú. samþykkti nýlega ályktun þess efnis að leggja beri Verð- jöfnunarsjóð fiskiðnaðarins niður. Verðbréfamarkaður Þrátt fyrir vöxt og ýmsar nýjungar á íslenskum verbréfamarkaði að undan- förnu er hann enn það veikburða að ekki er unnt að jafna að neinu ráði utanaðkomandi sveiflur með kaupum og sölu verðbréfa. Fyrstu skrefin hafa nú verið stigin í þá átt að leyfa kaup á erlendum verðbréfum. Þetta getur með tímanum orðið til þess að vinna gegn ofþenslu innanlands. Norð- mönnum tókst t.d. allvel að taka hluta af olíugróðanum úr umferð á innlend- um markaði. Hins vegar virðast hinir nýju gjaldeyristengdu krónu rcikning- ar hálfgerður hégómi í þessum efnum. Hvað fórúrskeiðis? Þótt það kunni að vera aö bera í bakkafullan lækinn cftir allar ára- mótaræðurnar tek ég samt áhættuna af því að setja fram þau helstu atriði sem égtcl ógna fastgengisstefnunni. I) Kjarasamningar og villutrú. Það verður að teljast alvörumál að for- svarsmenn launþega, vinnuveitenda og ríkisstjórnar kepptust um það á sín- um tíma að hrósa niðurstöðu samn- inga sem fólu í sér 25-30% kjarabætur til þeirra lægst launuðu á þeim for- sendum að meðalhækkunin til allra launþega yrði ekki nema 7-8%. Þetta fékkst auðvitað ekki staðist til lengdar í þensluástandi. Mig minnir að aðstandendur kjarasamninganna og forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar hafi sagt eitthvað á þá leið að nú væru aðiljar vinnumarkaðarins og ríkis- sjóður búnir að leggja sitt af mörkum. Síðan bæri aö sjá til þess að peningamálin færu ekki úr böndun- um. 2) Gengið var ekki hœkkað í góðœr- inu. Eins og nefnt var hér að ofan var ekki reynt að spyrna gegn ofþenslunni með gengishækkun krónunnar. Þetta hefði þýtt kjarabætur með verðlækk- un innfiutnings og minnkað svigrúm til yfirborgana. 3) Erlent lánsfé og útlán banka- kerfisins. Það hlýtur að teljast veik- leikamerki að hreinar crlendar lán- tökur jukust talsvert á síðastliðnu ári. Nær heföi verið að grynnka á skuldum í góðærinu. Einnig hafa útlán bankakcrfis auk- ist talsvert umfram innlán upp á síð- kastið þrátt fyrir hátt vaxtastig. Ég er sannfærður um að þenslan væri enn þá meiri ef reynt heföi verið að halda vöxtum niðri. Sú stund gæti runnið upp fyrr en varir að eftirspurn eftir lánsfé minnki á þeim háu vöxtum sem nú gilda almennt. 4) Halli á ríkissjóði. Þrálátur halli á ríkissjóði, þótt til- tölulega lítill sé miðað við landsfram- leiðslu, getur verið mjög verðbólgu- hvetjandi, ekki síst ef hann er fjár- magnaður með seðlaprentun. Nú hefur verið tekið svo myndarlega á í þess- um cfnum, aö ýmsum finnst nóg um. 5) Gengisfall dollarans. Fast nafngengi íslensku krónunnar nær aö sjálfsögðu ekki að jafna hag- sveiflur eða gengissveiflur úti í heimi. Einmitt vegna þess að gengið er tæpt urn þessar mundir bætir gengisfall dollarans gráu ofan á svart um þessar mundir. Ýmislegt fleira mætti tína til, en mál er að þessu linni. Ætli við getum ekki dregið þann lærdóm af þróun undanfarinna missera að við missum fótfestuna ef við lcyfum of mikil frá- vik frá fasta punktinum. En hvenær tekst okkur að færa okkur þá reynslu í nyt?

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.