Vísbending


Vísbending - 06.01.1988, Blaðsíða 4

Vísbending - 06.01.1988, Blaðsíða 4
VISBENPING 4 Dr. Þorvaldur Gylfason Aðhald í peningamálum Segja má, að mikil og varanleg verðbólga sé alltaf og alls staðar til marks um ónógt aðhald í stjórn pen- ingamála. A því er til dæmis enginn vafi, að meira aðhald að peninga- prentun, vöxtum og gengisskráningu íslenzku krónunnar gegnum tíðina hefði haft minni verðbólgu í för með sér en raun varð á. Hitt er líka rétt, að meira aðhald í peningamálum hefði getað valdið óþægindum, a.m.k. í fyrstu. Hóflegri peningaprentun hefði útheimt betra taumhald á útlánum bankakerfisins. Hærri raunvextir hefðu hækkað fram- kvæmdakostnað fólks og fyrirtækja. Minna gengisfall hefði rýrt afkomu útflutningsfyrirtækja að öðru jöfnu. Spurningin um aðhald eða undanhald í peningamálum snýst um það, hvort þessi óþægindi hefðu valdið meira eða minna tjóni til langframa en verðbólg- an hefur gert. Gengisstefnan fyrr og nú Tökum dæmi. Stefnan í gengismál- um hér á landi 1961-70 var undan- haldssöm að því leyti, að ríkisstjórnin brást þá við gjaldeyriserfiðleikum með því að fella gengi krónunnar 1960, 1961, 1967 og 1968. Þessi stefna var skynsamleg þá vegna þess, að ríkisstjórnin var nýbúin að afnema úrelt fjölgengis- og gjaldeyrisskömmt- unarkerfi, sem hafði valdið ómældri sóun og spillingu. Það var því brýnt að búa þannig um hnútana, að nýir gjaldeyriserfiðleikar kölluðu ekki á afturhvarf til gamla kerfisins. Þetta tókst. Að vísu hefði átt að fylgja gengisfallinu eftir með mun meira aðhaldi í ríkisfjármálum og peninga- málum en gert var til að draga úr þensluáhrifum gengisstefnunnar. Verðbólgan var um 11% á ári að meðaltali 1961-70 og hafði verið um 10% á ári að meðaltali áratuginn á undan. Nú er efnahagsástandið öðruvísi. Nú dettur næstum engum í hug að taka upp gjaldeyrisskömmtun á ný. Þess vegna er ástæðulaust nú að láta undan síga í gengismálum, þótt harðni á dalnum, heldur væri miklu hyggilegra við núverandi aðstæður að halda fast um gengið áfram, eins og ríkisstjórnin hefur gert, og draga heldur úr innflutningi með ströngu aðhaldi í ríkisfjármálum og peninga- málum. Þenslan í þjóðarbúskapnum veitir nóg svigrúm til þess. Háir raunvextir ogstöðugt gengi eru að sínu leyti til marks um aðhald í pen- ingamálum nú. Peningaþenslan er þó of mikil enn. Útlán bankakerfisins hafa til dæmis aukizt um 40% eða þar um bil s.l. 12 mánuði. Lánsfjáreftir- spurn hefur að vísu verið ntjög mikil að undanförnu, bæði vegna þess að fjármál ríkisins hafa verið f ólestri og eins vegna mikillar framkvæmdagleði einstaklinga og fyrirtækja þrátt fyrir háa raunvexti. Seðlabankinn gæti að sönnu dregið úr peningaþenslu með því til dæntis að hækka bindiskyldu og lausafjárhlutföll viðskiptabankanna eða selja ríkisvíxla, en þá hækkuðu raunvextir enn. Aðhald og atvinnuleysi Tökum annað dæmi. Sumir hafa óttazt, að strangt aðhald í peningamál- um gæti valdið atvinnuleysi hcr á landi líkt og annars staðar. Á þetta hefur þó aldrei reynt. Það virðist ólíklegt, að öll þessi vcrðbólga gegnum tíðina hafi ver- ið nauðsynleg til að tryggja fulla atvinnu. Reynsla annarra þjóða bendir sannarlega ekki til þess, að full atvinna útheimti rnikla verðbólgu. íslendingar hafa búið við mikla manneklu um árabil. Nú er vinnuafls- skorturinn t.d. talinn nema rösklega 3% af mannaflanum, meðan 2% til 3% atvinnuleysi er talið samrýmast ”fullri” atvinnu án verðbólgu t.d. í Noregi og Svíþjóð. Það er því augljóst, að íslenzk stjórnvöld hafa haft og hafa enn veru- legt svigrúm til aðhalds í peningamál- um. Á seðlabanki að vera sjálfstæður? Milton Friedman hefur lengi verið í liópi þeirra, sem vilja draga sem mest úr sjálfstæði bandaríska seðlabank- ans. Friedman hefur haldið því fram, að seðlabankinn eigi að vera peninga- framboð aukist í takt við þjóðarfram- bankinn eigi að tryggja stöðugt verð- lag nteð því að sjá til þess, að peninga- framboð aukist í takt við þjóðarfram- leiðslu, þ.e. unt 3% til 5% á ári, undir eftirliti Bandaríkjaþings. Hann eigi að vera valdalaus eins og aðrar prent- smiðjur. Friedman segist hafa predikað þessa skoðun fyrir daufum eyrum bankayfir- valda alla tíð, vegna þess að vonlaust sé að fá bandarískan seðlabanka- stjóra, hvort sem hann heitir Volcker eða Greenspan eða einhverju öðru nafni, til að taka sérsæti við hlið prent- smiðjustjóra í valda- og virðingarstiga samfélagsins. "Hver í þessum sal getur sagt mér, hvað ríkisprentsmiðjustjór- inn heitir?” spyr Friedman á fundum. Margir eru þó þeirrar skoðunar, að bandaríski seðlabankinn hafi náð ágætum árangri í bankastjóratíð Volc- kers 1979-87, einmitt vegna þess, að Volcker bauð ríkisstjórn Reagans byrginn. Volcker kom í bankann í stjórnartíð demókrata. Hann einsetti sér að draga úr verðbólgu með ströngu aðhaldi. Þetta tókst, þrátt fyrir opin- bert andóf Reagans forseta og fjármál- aráðherrans. Aðhaldið kostaði sitt. Atvinnuleysi jókst verulega um skeið. Volcker var gagnrýndur harðlega fyrir það. En nú er aftur full atvinna í land- inu og lítil verðbólga. Volcker stendur með pálmann í höndunum. Sumir halda því fram, að hægt væri að tryggja stöðugt verðlag með því einu að halda vexti peningaframboðs í skefjum. Þessa skoðun má til sanns vegar færa, þegar löng tímabil eru höfð í huga. Höfuðröksemdin gegn þessari hagstjórnaraðferð er hins veg- ar sú, að rígföst peningastefna er eins og læst stýri í flugvél. Hún getur reynzt ágætlega, þegar þjóðarbúskapurinn gengur vel, en hún getur líka gefizt illa ef út af ber. Ríkisstjórn hlýtur að áskilja sér rétt til að grípa í taumana og breyta peningastefnunni, alveg eins og flugmaður hlýtur að opna stýrislásinn, ef vélin hrekst af lcið. Ritstj. ogábm.: FinnurGeirsson. Útg.: Kaupþing hf. Húsi Verslunarinnar, Kringlunni 7.103 Reykjavík. Sími 68 69 88. Umbrotog útlitshönnun: Kristján Svansson. Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf. öll róttindi áskilin. Rit þetta má ekki afrita með neinum hætti svo sem með Ijósritun eða á annan hátt að hluta eða í heild sinni án leyfis útgefanda.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.