Vísbending


Vísbending - 13.01.1988, Blaðsíða 1

Vísbending - 13.01.1988, Blaðsíða 1
VÍSBENDING VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL Verðbólgan - Þar og hér Á síðustu tíu árum hefur verðbólga á íslandi verið að meðaltali rúmlega fimmfalt meiri en í öðrum löndum OECD, eða um 43% á móti um 8%. Og þótt hún hafi talist vera um 25% á seinasta ári þá var hún samt um áttfalt hœrri en hún var að með- altali í löndum OECD. OECD löndin OECD -the Organisation for Economic Co-operation and Development- samanstendur af 24 löndum, sem eiga það sameiginlegt að hafa tiltölulega þróað efnahags- ög atvinnulíf og betri lífskjör en tíðkast víðast hvar í heiminum. En í gegnum tíðina hefur Island haft þá sérstöðu meðal þessara þjóða, að þar hefur verðbólga yfirleitt ver- ið hæst. Aðeins Tyrkland hefur komist með tærnar þar sem við höf- um hælana í þessum efnum, en auk íslands og Tyrklands hafa Grikkland, Portúgal og Spánn oft- ast verið talsvert fyrir ofan meðal- talsverðbólguna. Á árunum 1974- 83 var meðalársverðbólga á íslandi 49%, en var á sama tíma 38% í Tyrklandi, 22% í Portúgal, 18% í Grikklandi og 17% á Spáni. Frá árinu 1983 hefur verðbólga farið heldur hjaðnandi í flestum löndunum, nema helst í Tyrklandi sem hefur haft árlega verðbólgu á bilinu 35 til 48%. Athyglisverður árangur hefur náðst á Spáni, sem hafði um 5% verðbólgu á seinasta ári, og í Portúgal, sem hafði um 10% verðbólgu. Einnig hefur mið- að í jákvæða átt í Grikklandi. en þar mun verðbólgan vera 12.5% um þessar mundir. Bæði Spánverj- ar og Portúgalar gengu nýlega í Evrópubandalagið og hafa gert ýmsar breytingar á hagkerfi landa sinna til aðlögunar ríkjandi skipu- lagi í EB, þótt enn sem komið er hafi þessar þjóðir ekki gerst aðilar að Evrópumyntkerfinu. En athygli vekur að lækkun verðbólgunnar í þessum löndum hefur ekki orðið til þess að auka atvinnuleysi, sem er Veröbólga í OECD löndum % 20 1!) 10 ¦-£] \ 'X J i Meðaltal ' V V r~ 1979 80 81 82 83 84 85 86 87 reyndar með meira móti. t.d. um 20% á Spáni. Að því er flest önnur lönd innan OECD snertir hefur verðbólgu- þróunin haldist í grófum dráttum í hendur á seinustu 10 árum. Flest fylgja þau meðaltalsþróuninni er fram kemur á línuritinu, sem sýnir verulega hækkun verðbólgu í kjöl- far olíuverðshækkunarinnar 1979 og síðan smám saman lægri verð- bólgu, sem hefur frá 1983 verið á bilinuO til 5%. En þótt verðbólgusveiflur á bil- inu 0 til 5% þyki ekki tiltökumál hér á landi þá horfa málin öðruvísi við annars staðar. í Bandaríkjun- um hefur verðbólgan aukist úr 2.5% á seinni helmingi 1986 í 4.4% á seinasta ári og er talið að skýring- arinnar sé að leita í áhrifum af gengissigi dollarans. í löndum á borð við Japan, Þýskaland, Svíss og Beneluxlöndin hækkaði verðlag örlítið 1987, frá því að hafa verið svo til óbreytl á árinu 1986. Og í öðrum hópi landa, svo sem í Bret- landi, ítalíu og Kanada hefur verð- bólgan haldið áfram að vera þetta 4 til 5% á s.l. ári og yfir höfuð er búist við litlum breytingum á verð- bólgu í þessum löndum á næsta ári. 2.6 13.JANÚAR1988 Efni: Verðbólgan - þar oghér 1-2 Hvað kostar lífeyris-skuldbindingin? 2-3 Vextir og verðbólga 2-3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.