Vísbending


Vísbending - 20.01.1988, Side 1

Vísbending - 20.01.1988, Side 1
VÍSBENDING VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL_ 3.6 20. JANÚAR 1988 Raunvextir: Svipaðir hér og víða erlendis Allt frá seinni hluta árs 1986 hafa vextir verðtryggðra bankalána hér á landi farið jafnt og þétt vaxandi og voru 9.3% að meðaltali á síðasta ársfjórðungi 1987. Raunvextir af óverðtryggðum skuldabréfum bankastofnana hafa á hinn bóginn sveiflast mikið upp og niður á síð- ustu tveimur árum, en voru að með- altali 6.3% á síðasta ársfjórðungi. Allt árið 1987 voru vextir verð- tryggðra skuldabréfa 7.7% og raun- vextir óverðtryggðra skuldabréfa 4.7%. Á sama tíma voru raunvextir af hagstœðustu lánum í Danmörku, Ástralíu, Portúgal og Spáni á bilinu 9 til 11% og þeirfóru upp í 17.4% á Nýja Sjálandi. Raunvextir erlendis Á flestum þróuðum fjármagns- mörkuðum erlendis býðst mismun- andi lántakendum mismunandi kjör. Þeir sem bankar tclja hvað traustasta, t.d. stór og stöndug fyrirtæki, býðst hagstæðari kjör en öðrum. Lánakjörin verða síðan lakari eftir því sem áhætta eykst og vextir til einstaklinga geta orðið helmingi hærri ef ekki meira, en svonefndir ”bestukjaravextir”. Á töflunni hér á síðunni eru sýndir raunvextir í ýmsum iðnríkjum 1984 til 1987, eins og þeir voru hvað hag- stæðastir í hverju landi. Tvennt vekur einkum athygli. Annars vegar eru raunvextir mjög mismunandi eftir löndum og hins vegar geta þeir verið mjög mismun- andi frá ári til árs í einstöku landi. Frá árinu 1986 hafa raunvextir lækkað' úr 5.5% í Japan í 2.1% og úr 6.4% í Bandaríkjunum í 2.9%, en í þessum löndum eru raunvextir einna lægstir um þessar mundir. Raunvextir hafa hins vegar hækkað úr 7.0% í Danntörku í 9.0%, úr 6.6% í 10.5% á Spáni og úr 3.3% á Nýja Sjálandi í hvorki meira né minna en 17.4%, en þar munu raunvextir vera hæstir. Sveiflurnar geta verið mun meiri ef litið er til lengri tíma og t.d. voru ”bestukjararaunvextir” í Banda- ríkjunum 9-10% á árunum 1981 og 1982. Lög um vexti Samkvæmt lögum um Seðlabanka er gert ráð fyrir frelsi til vaxta- ákvarðana, en þó með tveimur undan tekningum.Stjórnvöldum er leyfi- legt að grípa inn í vaxtaákvarðanir annars vegar ef vaxtamunur inn- og útlána reynist vera of mikill að þeirra mati og hins vegar ef raun- vextir reynast vera hærri hér en í helstu viðskiptalöndunum. Fyrri varnaglinn er væntanlega settur með það fyrir augum að banka- stofnanir geti ekki tekið sig saman um að auka ágóða sinn óhóflega á kostnað viðskiptavina sinna. Ástæðulaust er hins vegar að hafa Efni: Raunvextir: Svipaðirhérog erlendis 1-3 Hagvöxtur framleiðni og fiskstofnar 3-4 Raunvextir í ýmsum löndum -bestu kjör- 1984 1985 1986 1987 Bandaríkin 7,9 6,4 6,4 2,9 Bretland 4,3 6,6 6,9 6,0 V-Þýskaland 5,4 6,3 7,7 5,4 Frakkland 5,1 6,7 7,0 6,2 Japan 3,5 3,9 5,5 2,1 Kanada 8,1 6,1 6,1 4,8 Danmörk 7,9 10,5 7,0 9,0 Finnland 4,0 5,5 5,1 4,1 Noregur 6,9 6,5 5,0 - Svlþjóö 3,3 8,8 8,6 6,5 Belgía 8,5 9,0 9,5 7,1 Holland 3,8 5,4 7,0 5,0 Sviss 2,5 3,6 5,3 3,6 Italía 7,5 7,9 7,1 8,4 Irland 8,3 8,7 9,9 4,8 Austurríki 5,9 6,5 8,2 5,3 Portúgal 5,2 11,9 9,5 10,9 Spánn 5,5 5,4 6,6 10,5 Ástralía 8,3 8,0 8,5 9,3 Nýja Sjáland -1,2 6,2 3,3 17,4 Heimild: Seðlabanki íslands.

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.