Vísbending


Vísbending - 27.01.1988, Síða 1

Vísbending - 27.01.1988, Síða 1
VÍSBENDING VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL_ 4.6 27. JANÚAR 1988 Nágrannalöndin: Hagtölur og gengísspár Hér á eftir fara spár um gengis- þróun gjaldmiðla í nokkrum ná- grannalöndum, sem unnar eru af Corporate Treasury Consultants Itd.. Spárnar ná fram á mitt þetta ár og fylgir þeim greinargerð, þar sem komið er inn á helstu ákvarðana- þœtti gengisins. Má þar nefna hag- vöxt og þjóðarútgjöld, viðskiptin við útlönd, verðbólgu og vexti. Danmörk Reiknað er með samdrætti í landsframleiðslu á árinu 1987, sem nemur u.þ.b. 1% og horfur eru á svipuðum samdrætti á þessu ári. Framleiðsla minnkaði um 4% í fyrra og neysla dróst saman um 1%. Vöruskiptajöfnuður var verulega hagstæður á fyrri hluta ársins 1987 og þegar árið er allt gert upp er búist við að hann reynist hagstæður um 4 milljarða danskra króna. í lok 1986 var halli á vöruskiptajöfnuði 13 milljarðar króna. Viðskiptajöfn- uður, þ.e. vörur og þjónusta samtals, verður væntanlega óhag- stæður um 10 milljarða króna á árinu 1987. Búist er við heldur lak- ari stöðu á þessu ári vegna aukinna vaxtagreiðslna af erlendum lánum. Verðbólga á árinu 1987 mun hafa verið í kringum 4% og þótt hægi á almennri eftirspurn á þessu ári er engu að síður búist við svipaðri verðbólgu áfram. Ástæðan felst í launahækkunum sem reiknað er með að verði um 8% á árinu. Lík- leg gengisfelling á seinni hluta árs- ins mun einnig kynda undir verð- bólgunni. Vextir munu væntanlega lækka á næstu 6 mánuðum fyrir tilstuðlan seðlabankans í ljósi þess hve efna- hagslífið á erfitt uppdráttar og vegna svipaðra aðgerða í ýmsum Evrópulöndum. Á móti kemur þó þrýstingur vegna skuldbindinga við Evrópumyntkerfið um að halda gengi krónunnar stöðugu. Gengi dönsku krónunnar mun væntanlega haldast stöðugt fyrri helming þessa árs, en eftir það má búast við uppstokkun innan Evr- ópumyntkerfisins vegna versnandi samkeppnisstöðu útflutningsat- vinnuvega. Noregur Hagvöxtur kemur líklega til með að vera aðeins 1.5% á síðasta ári og búist er við að enn dragi úr honum á þessu ári. Minni útflutningsfram- leiðsla og almennt veikari eftir- spurn munu væntanlega sjá til þess að hagvöxtur verði aðeins 0.5%. Vöruskiptahallinn minnkaði tals- vert á síðasta ári og er áætlaður 14 milljarðar norskra króna saman- borið við 25 milljarða árið 1986. Búist er við heldur hnignandi vöru- skiptajöfnuði á þessu ári vegna áframhaldandi lágs olíuverðs og versnandi samkeppnisstöðu út- flutningsatvinnuvega. Viðskipta- jöfnuður verður einnig heldur óhagstæðari á þessu ári en hann var Efni: Nágrannatöndin: Hagtölurog gengisspár 1-3 Erlendarskuldir og gengisskráning 3-4

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.