Vísbending


Vísbending - 03.02.1988, Blaðsíða 1

Vísbending - 03.02.1988, Blaðsíða 1
VÍSBENDING VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL 5.6 3. FEBRÚAR1988 Dr. Guðmundur Magnússon Lánsfjáráætlun - fyrirheit og efndir Fjárlög og lánsfjárlög marka efnahagsstefnu ríkisstjórnar á hverjum tíma. Hve mikið mark er takandi á þessum plöggum fer eftir því, hve raunhæf þau eru miðað við gefnar forsendur, hvernig ytri og innri skilyrði þjóðarbúskapar- ins þróast og síðast en ekki síst hvaða aðhald er í framkvæmd lag- anna. Til þess að fá tilfinningu fyrir því hvernig lánsfjáráætlun er gerð skulum við líta á meðfylgjandi töflu, sem sýnir lánsfjárlög fyrir árið 1987. Sem sjá má var lánsfjár- öflun opinberra aðilja áætluð sjö milljarðar króna. Þar af voru um 4,5 milljarðar innlend fjáröflun, en 2,5 milljarðar erlend lántaka. Að meðtöldum einkaaðiljum var gert ráð fyrir að erlendar lántökur til lengri tíma en eins árs yrðu 8.125 millj.kr., afborganir 6.300 millj.kr. og hreint innstreymi er- lends lánsfjár því 1.900 millj.kr. En hvaða kröfur er hægt að gera til stjórnvalda um að þessar áætl- anir standist? Innlendur sparnaður og aögang- ur aö lánsfé Tölur um lántökur einkaaðilja Lánsfjárlög 1987. Millj.kr. Áætlun Útkoma (Bráðab. tölur) 1. Ríkissjóður 2. Ríkisfyrirtæki 3. Sveitarfélög Opinberir aðiljar alls 4. Innlend fjáröflun 5. Erlendar lántökur opinberra aðilja 6. Erlend lán lánastofnana 7. Erlend lán einkaaðilja (þar af fjármögnunarleigur Erlend langtímalán alls 8. Afborganir langra lána 9. Stuttar fjármagnshreyfingar, nettó 10. Innstreymi erlends lánsfjár 6.150 500 350 7.000 4.450 2.550 3.631 1.565 2.717 4.100 6.542 - 2.493) 8.215 12.890 6.300 -5.715 - 2.119 1.915 9.288 Heimildir: Fjárlög og lánsfjárlög fyrir árið 1987 og Seðlabanki íslands. innanlands sem utan eru fremur spá en áætlun í þessu sambandi. Það er þó nauðsynlegt að meta framboð á innlendu lánsfé og eftir- spurn í heild til þess að fá hug- mynd um að hve miklu leyti hið opinbera getur treyst á innlenda lánsfjáröflun. Þetta ber ekki að skilja á þann veg að einkafram- takið eigi að hafa skilyrðislausan forgang 'á innlendum markaði heldur einungis þannig að marka þarf stefnu í þessum efnum. Áætlun og útkoma í töflunni er einnig sýnt bráða- birgðayfirlit um raunverulegar erlendar lántökur árið 1987. Ljóst er að innstreymi erlends lánsfjár varð mun meira en áætlanir og spár gerðu ráð fyrir. Sérstaklega hefur einkageirinn notað meira lánsfé en spáð var, eða yfir 100% meira. En hið opinbera hefur heldur ekki látið sitt eftir liggja og farið um 25% fram úr áætlun. Samanburður á áætlun og útkomu -Efni: Lánsfjáráætlun-fyrirheitog efndir 1-2 Þjóðhagsleg áhrif staðgreiðslukerfis skatta 3-4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.