Vísbending


Vísbending - 10.02.1988, Blaðsíða 1

Vísbending - 10.02.1988, Blaðsíða 1
VÍSBENDING VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL 6.6 10. FEBRUAR 1988 Fast eða fljótandi gengi? Það er víðar en hér á landi sem stjórnvöld eiga í baráttu um það hvort fylgja skuli fastgengisstefnu eða láta gengið fljóta. Flest ríki munu þó sammála um að stóðug- leiki í gengismálum sé afar œskilegt markmið og nátengt markmiðum um stöðugleika í þjóðarbúskap landa og blómstrandi milli- ríkjaviðskipti. Reynsla af fljótandi gengi, þ.e. síðan Bretton Woods samkomulagið datt upp fyrir upp úr 1970, hefur ýtt undir þessa skoð- un og leiddi m.a. af sér samvinnu ríkja innan Evrópubandalagsins í gengismálum. Sú samvinna hefur gengið með ágœtum og orðið hvati að því að helstu iðnríki heims reyndu enn á ný að gera með sér samkomulag um gengisfestu. Full- trúar þessara ríkja hafa hist af og til í þessu skyni, en með litlum árangri. Á seinustu vikum virðist þó vera komin meiri alvara í um- ræðuna ef marka má ummœli bœði stjórnmálaleiðtoga og seðlabanka- stjóra ýmissa landa. Spuming um aðlögun Spurningin um fast eða fljótandi gengi er fyrst og fremst spurning um hvernig menn kjósa að aðlag- ast breyttum aðstæðum. Ef kostn- aður vex hraðar í einu landi en öðru þá versnar staða útflutnings- greina, útflutningur minnkar og viðskiptahalli eykst að öðru óbreyttu. í höfuðatriðum má bregðast við þessum breyttu aðstæðum, þ.e. auknum kostnaði, á tvo vegu. Annars vegar með gengislækkun og hins vegar með átaki til að minnka kostnaðinn, hvort sem það yrði gert með auk- inni hagræðingu eða lækkun launa. í báðum tilvikum er lækkun raunlauna óumflýjanleg, nema að svigrúm til hagræðingar í rekstri sé þeim mun meiri. Að sumra mati felst kostur gengisfellingarleiðarinnar í því að lækkun raunlauna verður ekki eins tilfinnanleg. Á meðan peninga- laun standa í stað hækkar inn- flutningsverðlag og kaupmáttur launanna minnkar. Samkvæmt þessari kenningu mætti því komast hjá atvinnuleysi sem annars vofði yfir að öðru óbreyttu og auðveld- ara væri að kyngja hærri verðbólgu sem óhjákvæmilega fylgdi. Vissulega heyrast einnig önnur rök með fljótandi gengi. Milton Friedman er t.d. fylgismaður fljót- andi gengis á þeirri forsendu að með því móti hafi stjórnvöld tök á því að stýra peningamagni með það fyrir augum að hafa hemil á verðbólgu. Ef fastgengisstefnu væri haldið, yrði peningastjórn hins vegar að miðast fyrst og fremst við þá stefnu. (Þess má þó feta að þegar Friedman heimsótti sland fyrir nokkrum árum taldi hann ákjósanlegast fyrir smáríki eins og ísland að tengja mynt þess gjaldmiðli stærra lands.) Skylt þessu sjónarmiði er sú skoðun, að fljótandi gengi geri stjórnvöldum kleift að velja sínu landi tiltekið verðbólgustig. Verðbólga gæti þannig verið mismunandi í mis- munandi löndum án þess að samkeppnisstaðan raskist. Gengis- breytingarnar gegndu því aðlög- unarhlutverki, en raungengi yrði þess í stað haldið stöðugu. Rök gegn fljótandi gengi Reynsla síðustu ára af fljótandi gengi hefur að ýmsu leyti orðið bitur lexía. í fyrsta lagi hefur stjórnun peningamagns að hætti Friedmans reynst erfið. Nýir greiðslumiðlar hafa komið til sög- unnar og því vandkvæðum bundið að skilgreina, mæla og þar með að stýra peningamagni. Ýmis lönd einblína nú þess vegna á meiri gengisfestu til að hafa hemil á verðbólgu heldur en peninga- stærðir. í öðru lagi hafa gengis- sveiflur orðið mun meiri en verð- bólgumunur á milli landa hefur gefið tilefni til. Raungengi hefur ekki síður sveiflast en nafngengi, sem hefur aukið á viðskipta- kostnað. Og í þriðja lagi virðist spákaupmennska hafa átt sinn þátt í óvenjuháu gengi bandaríkja- dollars þegar hann náði hámarki 1985 og getur þannig að öllum líkindum aukið á gengissveiflur þegar gengið er fljótandi. Allt þetta hefur m.a. orðið til þess að forystumenn í stjórnmál- um og peningamálum hafa nýverið bent á nauðsyn þess að efla samvinnu ríkja í gengismálum. Á meðal þessara manna er fjármála- ráðherra Frakka, Edouard Ballad- ur, sem vill kenna fljótandi gengi um háa verðbólgu og hátt atvinnu- leysisstig á árunum 1973-1983 og dregur í efa að sjálfstæði í hag- stjórn hafi verið meiri á þessum Efni: Fast eða fljótandi gengi ? 1-3 Skuldugasta þjóð heims ? 3-4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.