Vísbending


Vísbending - 10.02.1988, Blaðsíða 3

Vísbending - 10.02.1988, Blaðsíða 3
VISBENDING 3 óbreyttu, því meira vægi sem doll- arinn hefur. En þeim mun meira hefði þá fall krónunnar orðið gagnvart Evrópumyntunum, með tilheyrandi áhrif á innflutn- ingsverðlag. (Rúmlega 70% inn- fluttra vara kemur frá EB og EFTA). Nú hefur um nokkurt skeið verið þrýst mjög á stjórnvöld um að fella gengið til að létta undir með útflutningsfyrirtækjum og borið við háum launakostnaði og háum fjármagnskostnaði. Það hefur gerst áður að stjórnvöld hafa látið undan slíkum þrýstingi þrátt fyrir loforð um hið gagnstæða og þess vegna e.t.v. ekki óeðlilegt að fyrirtækin haldi áfram að búast við undanlátssemi í gengismálum af hálfu stjórnvalda. Það er hins vegar umhugsunarefni hvort þessar væntingar hefi ekki út af fyrir sig stuðlað að bæði háum launakostnaði og háum fjármagns- kostnaði. Fyrirtæki eru reiðubún- ari en ella til að koma til móts við hærri launakröfur en þau hafa efni á, ef þau eiga von á gengislækkun. Hár fjármagnskostnaður um þess- ar mundir kann svo m.a. að eiga ræt- ur sínar að rekja til mikillar eftir- spurnar eftir lánsfé, sem fyrirtækin taka í trausti þess að þeim verði komið til hjálpar. Nú fyrst reynir verulega á það hvort gengið sé sá fasti punktur sem stjórnvöld hafa látið í veðri vaka að það sé. Láti stjórnvöld undan, má ljóst vera að þau fyrir- gera þar með þeim möguleika í framtíðinni að nota gengið sem aðhaldstæki. í það minnsta í óbreyttri mynd. Ef menn eru hins vegar á annað borð sammála um að gengisfesta sé æskilegt mark- mið, sem hlýtur jafnframt að þýða að menn séu sammála um að að- lögun að sífellt breytilegum aðstæðum fari fram með hagræð- ingu og að laun taki mið af afkomu fyrirtækja, þá hljóta menn að leita annarra leiða til að skapa trúverð- uga fastgengisstefnu. Dr. Þorvaldur Gylfason Skuldugasta þjóð heims? Allir vita, að við íslendingar höfum safnað miklum skuldum í útlöndum undangengin ár. Ástæð- an er auðsæ. Við höfum eytt meira en við höfum aflað. Innflutningur hefur verið meiri en útflutningur. Verðbólga hefur átt verulegan þátt í þessu. Hún hefur dregið úr innlendum sparnaði og kallað á er- lent lánsfé í staðinn. Auk þess má að vísu telja það eðlilegt innan hóflegra marka, að þjóð, sem hefur hafizt úr sárri fátækt í alls- nægtir á nokkrum áratugum, hafi verið þurftafrek til fjármagns til uppbyggingar í atvinnulífi og til alls kyns verkefna af öðru tagi, ekki sízt húsagerðar og annarra mannvirkja. Skuldir á mann En hversu skuldugir erum við orðnir? Ef erlendar skuldir á mann eru hafðar til marks, erum við lang- skuldugasta þjóð heims. Listinn yfir tíu skuldugustu þjóðirnar í Bandaríkjadollurum á mann er sýndur í töflu 1. Hér er átt við langtímaskuldir og ábyrgðir opin- berra aðila. í töflunni kemur fram, að hvert mannsbarn hér á landi er nærri helmingi skuldugra við aðrar þjóðir en ísraelsmenn, sem eru í öðru sæti, en þeir eru næstum þrisvar sinnum skuldugri en þær þjóðir Mið-Ameríku og Suður- Evrópu, sem næstar koma. Tafía 1: Erlendar skuldir á mann Erlendar skuldir á mann i Bandankjadollurum I árslok 1985 1. Island .............................. 5.700 2. Israel .............................. 4.000 3. Kosta Ríka ......................... 1.700 4. Nígaragúa ........................... 1.600 5. Jamaíka ........................... 1.500 6. Portúgal .......................... 1.400 7. Grikkland ........................... 1.300 8. Argentína ........................... 1.300 9. Jórdanía ........................... 1.200 10. Chíle ............................. 1.200 Heimild: The Economist: The Worid in Figures 1987 og Seðlabanki Islands fyrir Island. Skuldir og landsframleiðsla Þessar tölur um skuldir á mann geta samt verið villandi. Ástæðan er sú, að hver vinnandi maður skilar mismiklum afköstum í ólík- um löndum. Hver íslendingur hefur miklu hærri tekjur og getur því borið miklu þyngri skuldabyrði en hver Portúgali eða Grikki, að ekki sé minnzt á fátækralönd eins og Kostu Ríku eða Jamaíku. Þess vegna er miklu nær að skoða erlendar skuldir sem hlutfall af landsframleiðslu en fólksfjölda. Sé það gert, gerbreytist listinn yfir skuldugustu þjóðirnar og verður eins og sýnt er í töflu 2. Nú er meiri hluti landanna á listanum bláfátækar Afríkuþjóðir, en ísland er ekki með. Erlendar skuldir íslands námu um 51% af lands- framleiðslu í árslok 1985. Aðeins þau 75 þróunarlönd, sem skulda öðrum þjóðum meira en 1 milljarð Bandaríkjadollara, eru höfð með í þessum samanburði. Tafía 2 Hlutfall erlendra skulda og lands- framleiðslu Erlendar skuldir sem hlutfall af iandsframieiðsiu i árslok 1985 (í prósentum) 1. Máritanía .......................... 270 2. Suður-Jemen ........................ 227 3. Zaíre ............................... 217 4. Malí ................................ 172 5. Zambía .............................. 170 6. Jamaíka ............................. 162 7. Nigaragúa .......................... 141 8. Uberia .............................. 133 9. Marokkó ............................. 128 10. Sómalla .......................... 125 Heimild: The Economist: The Worid in Figures 1987.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.