Vísbending


Vísbending - 10.02.1988, Blaðsíða 4

Vísbending - 10.02.1988, Blaðsíða 4
VISBENDING 4 Skuldir og útflutningur Hlutfall erlendra skulda af landsframleiðslu er ekki heldur einhlítur mælikvarði á skulda- byrði. Þetta á sér þá einföldu skýringu, að útflutningstekjur þjóða, og þar með geta þeirra til að greiða vexti og afborganir af er- lendum skuldum, geta verið mismunandi, jafnvel þótt tekjur þeirra séu hinar sömu. Þess vegna er hlutfall erlendra skulda af útflutningstekjum yfir- leitt talið vera áreiðanlegri mæli- kvarði á erlendar skuldir en hlut- fall skulda af landsframleiðslu. Með útflutningstekjum er hér átt við tekjur af útflutningi bæði vöru og þjónustu. Sé þessi kvarði not- aður, verður listinn yfir tíu skuld- ugustu þjóðir heims aðeins öðruvísi en áður, eins og sýnt er í töflu 3. Tafla 3: Hlutfall erlendra skulda og útflut- ningstekna Erlendar skuldir sem hlutfall útflutningstekna í árslok 1985 (i prósentum) 1. Sómalía ........................... 1.710 2. Nígaragúa ......................... 1.370 3. Malí .............................. 1.060 4. Madagaskar .......................... 730 5. Máritanía ........................... 510 6. Zaíre ............................. 510 7. Marokkó ............................. 490 8. Senegal ............................. 490 9. Perú ................................ 450 10. Kosta Ríka ......................... 430 Heimild: The Economist: The Worid in Figures 1987. Af þessum tölum má sjá, að Sómalir væru meira en 17 ár að endurgreiða erlendar skuldir og gerðu ekki annað á meðan að öðru jöfnu. Til samanburðar var hlut- fall erlendra skulda íslendinga af útflutningstekjum í árslok 1985 um 110% og þar með miklu lægra en þyrfti til að komast á listann yfir tíu skuldugustu þjóðirnar á þennan mælikvarða. Við værum því um 13 mánuði að endurgreiða skuldir okkar við útlendinga að öðru óbreyttu. Heildarskuldir Það er eftirtektarvert, að marg- ar skuldugustu þjóðir heims, svo sem Brasilíu og Mexíkó, er hvergi að finna á þessum listum. Ástæðan er sú, að þessar þjóðir og aðrar, sem skulda öðrum þjóðum hæstar upphæðir, eru fjölmennar og þokkalega efnaðar yfirleitt og hafa því góð skilyrði til að standa skil á skuldum sínum. Tíu skuldugustu þjóðirnar og erlendar skuldir þeirra í dollurum eru taldar í töflu 4. TaHa 4: Heildarskuldir Erlendar skutdir i milljörðum Bandankjadollara i ársiok 1985 1. Brasilía ................................ 86 2. Mexíkó .................................. 78 3. Indland ................................. 42 4. Indónesía ............................... 42 5. Argentína ............................... 38 6. Suður-Kórea ............................. 35 7. Tyrkland ................................ 23 8. Egyptaland .............................. 22 9. Alsír ................................... 18 10. Filippseyjar .......................... 18 Heimild: The Economist: The Worid in Figures 1987. Til samanburðar nema skuldir íslands rösklega 1 milljarði dollara og eru því hverfandi í þessu samhengi. Erlendar skuldir allra þróunarlanda í heild námu um 780 milljörðum dollara í árslok 1985. ísland og skuldugustu löndin Hversu þung er skuldabyrði íslendinga í samanburði við skuldabyrði þeirra þjóða, sem skulda mest? Tafla 5 sýnir hlutfall erlendra skulda af landsframleiðslu þeirra 20 þjóða, sem skulda öðrum þjóð- um mest, auk íslands. Nú er ísland sem sagt borið saman við sæmilega stöndugar þjóðir, en ekki blá- snauð Afríkulönd. ísland hafnar í áttunda sæti í þessum samanburði, en er þó eftir sem áður eina há- tekjulandið á listanum ásamt ísra- el. Til samanburðar námu er- lendar skuldir Brasilíu 41% af landsframleiðslu í árslok 1985 og Mexíkó 44%. Tafla 5: Hlutfall erlendra skulda og lands- framleiðslu skuldugustu þjóðanna Eriendar skuldir sem hlutfall af landsframleiðslu i árslok 1985 (í prósentum) 1. Marokkó ................................ 128 2. Perú .................................... 93 3. Chfle ................................. 90 4. Israel .................................. 76 5. Portúgal ................................ 68 6. Argentína ............................... 55 7. Filippseyjar ............................ 55 8. Island .................................. 51 9. Malaysía ................................ 51 10. Indónesía .............................. 48 Heimild: The Economist: The Worid in Figures 1987 og Sedlabanki Islands fyrir Island. Niðurlag Hversu skuldugir erum við þá, íslendingar? Svarið fer eftir því, við hvaða þjóðir við berum okkur saman. Af því töluefni, sem hér hefur verið lýst, má ráða, að margar aðrar þjóðir bera mun þyngri skulda- bagga en við. Þessar þjóðir eru þó allar margfalt fátækari en við og þurfa því að færa miklu meiri fórn- ir til að standa skil á skuldum sínum. Hins vegar er skuldabyrði okkar íslendinga miklu þyngri en skuldabyrði grannþjóðanna og annarra efnaþjóða, sem við berum okkur yfirleitt saman við. Það er alvarlegt umhugsunarefni. Ritstj. og ábm.: Finnur Geirsson. Útg.: Kaupþing hf. Húsi Verslunarinnar, Kringlunni 7.103 Reykjavik. Slmi 68 69 88. Umbrot og útlitshönnun: Kristján Svansson. Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf. öll réttindi áskilin. Rit þetta má ekki afrita með neinum hœtti svo sem með Ijósritun eða á annan hátt að hluta eða í heild sinni án leyfis útgefanda.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.