Vísbending


Vísbending - 17.02.1988, Qupperneq 1

Vísbending - 17.02.1988, Qupperneq 1
VISBENDING VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL 7.6 17. FEBRÚAR 1988 Spánn: Aöildin að EB farin að segja til sín Nú eru rétt tvö ár síðan Spánn gerðist aðili að Evrópubandalag- inu og þótt aðlögunartími standi enn yfir má þegar merkja mikilvægar breytingar í efnahags- lífinu. Hagvöxtur hefur aukist og verðbólga minnkað, og atvinnu- lífið stendur á þröskuldi endur- skipulagningar. Á hinn bóginn fer vöruskiptajöfnuður nú versnandi og atvinnuleysi er enn mjög mikið. Helstu hagstærðir Á s.l. ári var hagvöxtur á Spáni 4.3% og var það meiri vöxtur en í nokkru öðru landi innan EB. Er búist við eilítið minni hagvexti á þessu ári, eða rúmlega 3%, sem þó yrði líklega heldur meiri en í hinum EB löndunum að meðaltali. Verðbólga hefur minnkað veru- lega á fáum árum og reyndist vera 5.3% á s.l. ári. Reiknað er með áframhaldandi hjöðnun verðbólgu á þessu ári og því næsta. Innganga Spánar í janúar árið 1986 hafði í för með sér miklar tollalækkanir og má telja að þær hafi orðið til þess að auka veru- lega vöruinnflutning. Vöruskipta- hallinn næstum því tvöfaldaðist á síðasta ári og kom þar bæði til aukin eftirspurn neytenda og fyrir- tækja, sem eru að tileinka sér nú- tímalegri framleiðsluaðferðir. Á móti þessu vógu auknar tekjur af þjónustuútflutningi, einkum vegna mikils ferðamannastraums. Við- skiptajöfnuður varð því hagstæður um 0.7% af landsframleiðslu, en á þessu ári er búist við að hann verði óhagstæður um 0.5%. Atvinnuleysi er það sem helst þjakar Spánverja um þessar mund- ir, en það er liðlega 20% og næst- um helmingi hærra en meðaltalið innan Evrópubandalagsins. Tals- vert mikil aukning atvinnutæki- færa vekur vonir um bjartari tíma en enn um sinn er ekki búist við minnkun atvinnuleysis, þar sem vænta má vaxandi atvinnuþátttöku t.d. kvenna. Endurskipulagning atvinnulífs- ins Fyrir inngöngu í EB gætti tals- verðrar svartsýni um að spönskum fyrirtækjum tækist að standast samkeppni við hin aðildarríkin, en þó voru þeir til sem töldu Spán- verja standa vel að vígi vegna til- tölulega lágs launakostnaðar. Nú að tveimur árum liðnum virðist ljóst að iðnfyrirtæki hafa tekið sig verulega á. Um þetta vitna tölur um meiri framleiðslu og fjárfest- ingu, aukinn fjölda starfa og hærri ágóða en áður. Eftir áralanga stöðnun jókst framleiðsla um 3% árið 1986 og líklega rúmlega það 1987; fjárfesting jókst um 14% Efni: Spánn: Aðildin að EB farin að segjatilsín 1-2 Starfsemi fjárhæla I: um markmið fjárhæla og hið svissneska bankakerfi 2-4

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.