Vísbending


Vísbending - 17.02.1988, Blaðsíða 3

Vísbending - 17.02.1988, Blaðsíða 3
VISBENDING 3 Svissneskir bankar eru freist- andi vegna öryggis þeirra, frekar en að þeir séu sniðug skattaskjól. Sviss varð alþjóðlegt fjárhæli fyrst og fremst vegna stöðugleika lands- ins, og reyndar gjaldmiðils þess, í pólitískum og efnahaglegum sviptingum fyrra stríðsins, við hrikalegt gengisfall flestra gjald- miðla í kreppunni miklu, og í þeirri stjórnmálaóreiðu sem ein- kenndi valdatíð Hitlers. Mögu- leikar á að senda fé í svissneska banka gerði þúsundum kleift að flýja ógnarstjórn nasista á fjórða áratugnum. Pað er augljóst að bankaleynd er oft skilyrði öryggis, vegna þess að stjórnvöld þar sem óreiða ríkir í efnahags- og stjórnmálum eru hvað Iíklegust til að reyna að hefta efnahagsfrelsi þegna sinna. Frá sjónarhóli útlendinga sem sækjast eftir öryggi fyrir fé sitt, er eðlilegt að meta fjárhælislönd með tilliti til þjóðaröryggis og efna- hagsöryggis. Þjóðaröryggi felur í sér innbyrðis stöðugleika og trygg- ingu gegn innrás, og efnahags- öryggi felur í sér stöðugleika efna- hagskerfisins í heild og áreiðanleika bankakerfisins. Þessir þættir ráðast vitaskuld um margt hver af öðrum, þannig að fallvelti á einu sviði stuðlar að óöryggi á hinum. Öruggustu fjár- hælislöndin eru þar sem stjórn- málaástand er traust, þar sem ábyrgð og varkárni sitja í fyrirrúmi í efnahagsstefnu og aðgerðum, og þar sem lög og venjur auk rót- gróinnar fagmennsku ráða ferð- inni í bönkum og fjárfestingar- fyrirtækjum. í þessu ljósi eru fá fjárhælislönd sem teljast mega sæmilega traust. Öruggustu fjárhælislöndin eru yfirleitt ekki þau fjárhælislönd sem leggja lægsta skatta á fjár- magn og arð. Viðskiptamenn fjárhæla sem einkum hafa hug á að skjóta fé alfarið undan skatti verða oft aö sætta sig við að geyma fé sitt við fremur ótryggar aðstæð- ur. Bankaleynd sem markmið Fólk getur sóst eftir bankaleynd til að skjóta undan skatti eða af öryggisástæðum. En bankaleynd getur líka verið markmið í sjálfu sér. Vesturlandabúar leggja sífellt meiri áherslu á friðhelgi einkalífs, og það er ljóst að lítið fer fyrir slíkri friðhelgi ef upplýsingar um fjárreiður manns eru auðfengnar; úr slíkum upplýsingum er auðvelt að lesa sitthvað eða jafnvel allt um heilsufar, stjórnmálaskoðanir og ástarlíf hans. Bankaleynd má tryggja með lögum, með hefð eða einfaldlega með laumuspili. í Andorra, er til dæmis ekkert gert sem formlega tryggir bankaleynd; en hver ætli viti af peningum í banka í And- orra, nema eigandinn vekji óvart athygli á þeim? í sumum löndum breska samveldisins er bankaleynd höfð í heiðri samkvæmt óskráðum réttarvenjum, en í öðrum hefur slík leynd verið fest enn frekar í sessi með sérstakri löggjöf. Rofin bankaleynd varðar þó í fæstum til- vikum við hegningarlög, en þeir sem verða fyrir slíku geta lögsótt viðkomandi stofnun. En í nokkr- um löndum, til dæmis í Panama, á Cayman- og Bahamaeyjum, á Mön, í Austurríki, Lúxemburg og auðvitað í Sviss, er bankaleynd tryggð með ákvæðum í hegning- arlögum. í sumum þessara landa eru þessi lög einber sýndarmennska, sem ætlað er glæða viðskiptin. Það er með öðrum orðum ekki tryggt að slík- um lögum sé framfylgt enda þótt þau séu til. í öðrum þessara landa stuðlar það að bankaleynd að hún er rótgróin í vitund almennings og þykir eðlileg, og lögunum er framfylgt stranglega. Svissneska bankakerfið Lítum nú á starfsemi svissneska bankakerfisins og hvernig og í hve miklum mæli þar er stefnt að þeim þremur markmiðum sem fyrr var lýst. Hefðbundin bankaþjónusta í mörgum löndum, til dæmis á íslandi og í Bandaríkjunum, er einkum tvenns konar: að geyma fé á vöxtum, og að veita lán. Sviss- neskir bankar veita fjölbreyttari þjónustu, og tvinna saman starf- semi banka og fjárfestingar- fyrirtækja í kerfi sem nefnt er „allsherjarbankaþjónusta, “ sem í upphafi var skipulögð að hætti franska bankans Credit Mobilier. Venjulegur viðskiptamaður, er- lendur sem innlendur, getur með fulltingi svissnesks banka keypt, selt eða geymt hlutabréf, verðbréf, spariskírteini, skírteini fjárfestingarsjóða, gjaldeyri, góð- málma og aðra verslunarvöru. í sumum bönkum er jafnvel hægt að kaupa og selja fasteignir, myntir og frímerki, og kínverskt postulín. í tengslum við slíka þjónustu bjóða flestir svissneskir bankar upp á fjárfestingarráðgjöf og um- sjón. Kröfur um fagmennsku, hefðir og Iög svissneskra banka gilda þannig um leið um þarlend fjárfestingarfyrirtæki. ítrasta bankaleynd, sem byggist á aldagamalli hefð og er samofin venjum og vilja almennings, nær til allra viðskipta - jafnvel til krít- arkortaþjónustu - á vegum sviss- neskra banka. Rofin bankaleynd, það að veita upplýsingar um bankareikninga án leyfis reikn- ingseiganda, er alvarlegt brot á hegningarlögum, samkvæmt 47. gr. svissnesku bankalaganna frá 1934. Og þessurn lögum er strang- lega framfylgt. Jafnvel svissnesk- um yfirvöldum er meinaður aðgangur að upplýsingum um bankareikninga. Ef inneignir og arður af þeim eru skattskyld, inn- heimta bankar tilskilin gjöld af reikningum viðskiptamanna og greiða yfirvöldum í einni óskiptri og ónafngreindri upphæð með reglulegu millibili. Þó er svissnesk bankaleynd ekki alger. Hún hefur aldrei verið það. Svissneskur réttur getur fyrir- skipað að yfirvöldum, svissneskum eða erlendum, skuli veittar til- teknar upplýsingar að því gefnu að þær reynist nauðsynlegar við rann- sókn eða ákæru vegna brots sem telst refsivert samkvæmt svissnesk- um lögum, og gildir þá einu hvort brotið hafi verið framið í Sviss eða annars staðar. Þessi heimild kemur auðvitað ekki alveg í veg fyrir að illa fengið fé leiti í sviss-

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.