Vísbending


Vísbending - 17.02.1988, Side 4

Vísbending - 17.02.1988, Side 4
VÍSBENDING 4 neska banka, en hún er þó ætluð til þess og nær að nokkru tilgangi sínum. Svissneskir bankar eru mjög ör- uggir. Pjóðaröryggi landsins er mikið: Hlutleysisstefna, landslag, lega og óárennilegur þjóðarher gera líkur á innrás eða styrjöld afar litlar. Stöðugleiki í þjóðmál- um helgast af styrkri en lýðræðislegri sambandsstjórn sem heimilar fylkjum og jafnvel sveit- arfélögum mikla sjálfsstjórn. Svisslendingar eru öfundsverðir af öryggi í efnahagsmálum. Aðhalds- semi, ábyrgð og varkárni í þeim málum eiga sér þar langa hefð; einkum er þeim annt um að vernda gjaldmiðil sinn, svissneska frankann fyrir áföllum. Öryggi svissneska bankakerfis- ins bæði styður og endurspeglar styrkleika efnahagslífs svisslend- inga. Grónar hefðir í bankamál- um, og einkum og sér í lagi fag- mennska og áreiðanleiki, eru grundvöllur þessa kerfis og gerir svisslendingum kleift að leysa margan vanda með óformlegum samþykktum eða samningum. Svissneskur bankamaður orðaði þetta svo: „Svisslendingar hafa alltaf verið á móti því að setja lög um það sem hægt er að ná fram með gagnkvæmum skilningi og til- hliðrun.“ Ströng bankalöggjöf setur þess- um óformlegu leiðum skorður, og hefur til dæmis að geyma einhverj- ar ströngustu reglur um lausafjár- stöðu og greiðslugetu sem fyrir- finnast. Stranglega er gengið eftir því að hlutföll inn- og útlána séu í samræmi við settar reglur, og ef banki veitir áhættusöm lán gilda hertar reglur. Samt sem áður er öryggi svissneskra banka ekki fullkomið. Nokkrir hafa orðið gjaldþrota, þó það gerist sjaldan, og innlán í svissneska banka eru ekki ríkistryggð eins og til dæmis í Bandaríkjunum. í svissnesku bankakerfi eru leynd og öryggi í hávegum höfð, en kerfið er ekki lagað sérstaklega að óskum þeirra sem vilja skjóta undan skatti. Það er þó ljóst að margir útlendingar nota svissneska banka í þeim tilgangi. Tegundir svissneskra banka Svissneskir bankar eru af nokkr- um gerðum. Stóru bankarnir svo- nefndu eru best þekktir á alþjóða- vettvangi, einkum þrír þeirra sem allir hafa höfuðstöðvar í Zurich: Schweitzerische Kreditanstalt (Credit Suisse), Schweitzerische Bankverein, og Schweitzerische Bankgesellschaft. Þetta eru stórir bankar, hlutafélög, sem starfa á alþjóðavettvangi og veita alhliða bankaþjónustu, einstaklingum, stórfyrirtækjum, og öðrum bönk- um. Fylkisbankarnir 28 eru ekki eins vel þekktir en mjög mikilvæg- ir. Þeir eru í eigu svissnesku fylkj- anna og eru stórir, þó ekki eins stórir og ,,stóru bankarnir“. Þeir eru miðstöðvar fjármálalífs í fylkj- unum, og enda þótt þeir sinni er- lendum viðskiptum, leita þeir ekki sérstaklega eftir erlendum við- skiptavinum. Eitt er það þó sem gerir fylkisbanka freistandi kost: Fylkin ábyrgjast innlán í þá sem gerir þá jafnvel öruggari en aðra svissneska banka. í þriðja lagi eru svonefndir ,,einkabankar.“ Þar er oftast um að ræða litla banka í eigu frekar fárra, sem einbeita sér að þjónustu við útvalda hópa við- skiptavina. Einkabankarnir líta út, og eru reknir eins og fjárfest- ingarfyrirtæki en veita einnig alla almenna bankaþjónustu. í fjórða og síðasta lagi flokkast allmargir ólíkir svissneskir bankar. Flestir eru þeir eins og „stóru bankarnir“ um útlit, rekstur og eignarhald, en þó ekki eins stórir. Margir slíkir eru í litlum svissneskum borgum og bæjum; sumir eru svissnesk útibú erlendra banka, en falla þó undir svissneska bankalöggjöf. Sumir einbeita sér að þjónustu við tiltekin lönd, Bandaríki eða Ítalíu, og sumir eru fyrst og fremst spari- sjóðir í kaupstöðum. Fjárhælisþjónusta í Sviss Það ætti að vera augljóst að ekki veita allir svissneskir bankar út- Iendingum fjárhælisþjónustu; reyndar gera fæstir þeirra það. Svissneska bankakerfið er fyrst og fremst sniðið að þörfum svisslend- inga. Hefðir og venjur sem lúta að öryggi og leynd hafa þróast innan þessa kerfis einkum vegna þess að slíkar hefðir eru í samræmi við kröfur og gildi svisslendinga sjálf- ra. Kerfið verður síðan áhugavert í augum útlendinga sem meta öryggi og leynd. Og þannig hefur Sviss orðið að þeirri alþjóða- miðstöð fjármála sem það nú er. Þeir bankar sem einbeita sér að þjónustu við útlendinga jafnt og landsmenn, einkum „stórir bank- ar“ eða eftirlíkingar þeirra, veita þjónustu á mörgum þjóðtungum auk þýsku og frönsku, einkum á ensku. Það er hægt að opna reikn- ing og stunda almenn bankavið- skipti í flestum þessum bönkum í síma eða bréflega. Margir útlend- ingar sem eiga fé í svissneskum bönkum hafa þannig aldrei stigið fæti á Svissneska jörð. Flestir svissneskir bankar velja þó við- skiptavini af nokkurri kostgæfni, þeir krefjast ekki bara skilríkja af væntanlegum viðskiptavinum, heldur einnig meðmæla. Svissneska bankakerfið er fyrir- myndarkerfi sem er tileinkað þeim eðlilegu markmiðum að viðskipta- vinir banka njóti öryggis og leyndar. Það er einkum lagað að innanlandsþörfum og hefur upp- byggileg áhrif á allt þjóðlíf. Um leið þjóna svissneskir bankar fólki frá öllum heimshornum, sem metur leynd og öryggi í slíkum við- skiptum. Það var skynsamlega að verki staðið hjá Lúxemburgarbú- um fyrir nokkrum áratugum þegar þeir völdu svissneska kerfið að fyr- irmynd við endurskipulagningu bankakerfis síns. Þeim tókst ágæt- lega að laga svissneska kerfið að aðstæðum og þörfum lítillar þjóðar. Ritstj. og ábm.: FinnurGeirsson. Útg.: Kaupþing hf. Húsi Verslunarinnar, Kringlunni 7.103 Reykjavik. Simi 68 69 88. Umbrotog útlitshönnun: Kristján Svansson. Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf. öll róttindi áskilin. Rit þetta má ekki afrita með neinum hætti svo sem með Ijósritun eða á annan hátt að hluta eða I heild sinni án leyfis útgefanda.

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.