Vísbending


Vísbending - 24.02.1988, Blaðsíða 1

Vísbending - 24.02.1988, Blaðsíða 1
VfSBENDING VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL 8.6 24. FEBRÚAR 1988 Noregur: Háir vextir nauðsynlegir til að ná jafnvægi í þjóðarbúskapnum Vextir eru óvenjuháir um þessar mundir í Noregi og hefur það sœtt gagnrýni, m.a. verkalýðsfélaga. Hafa verkalýðsfélög gert kröfu til þess að vextir verði lœkkaðir og jafnframt gefið það til kynna að það sé skilyrði fyrir samvinnu þeirra um tekjustefnu. Á hinn bóg- inn bendir ekkert til þess að stjórn- völd muni stuðla að vaxtalœkkun eins og nú árar í Noregi, en verð- bólga er þar með meira móti. Verðbólga, gengi og laun Á milli áranna 1986 og 1987 jókst verðbólga í Noregi um 8.7%. í samanburði við viðskiptalönd Norðmanna var verðbólga 5.9% hærri árið 1987 og hún var 4.7% hærri árið 1986. Þetta ásamt óhagstæðum viðskiptajöfnuði hefur gefið Norðmönnum tilefni til að óttast gengislækkun norsku krónunnar og það út af fyrir sig kann að stuðla að háum vöxtum. Eins og er mun stefna norskra stjórnvalda vera sú, að halda genginu föstu. Þetta þýðir að mati norska seðlabankans, að bankinn eigi ekki að stuðia að almennri lækkun vaxta að öðru óbreyttu. Það sem þurfi að gerast til að vext- ir lækki eru m.a. hóflegir launa- samningar og batnandi viðskipta- jöfnuður, en á meðan halli er á viðskiptum við útlönd sé forsenda fyrir vaxtalækkun ekki fyrir hendi. Hlutfallslega háir vextir séu nauðsynlegir til að draga úr fjár- festingum og útgjöldum og því meira sem launin hækka því meiri þrýstingur verður á að viðhalda háum vöxtum í þessu skyni. Að mati margra hagfræðinga kunna samningar um tiltölulega há laun að krefjast enn hærri vaxta ef meiningin er að halda gengi krón- unnar stöðugu. Hins vegar er ljóst að verka- lýðsforustan í Noregi er ekki á sömu skoðun. Að undanförnu hefur verkalýðsforustan sett kröfu um lækkun vaxta á oddinn í kom- andi kjarasamningum. Er það sett sem skilyrði fyrir því að verka- lýðssamtökin (LO) fáist til sam- vinnu við ríkisstjórnina um tekju- stefnu. Talsmenn þeirra segja þó jafnframt að þeir séu opnir fyrir því að lækkunin eigi sér stað smám saman. Einnig hefur komið til tals, að ríkisstjórnin komi til móts við þessar kröfur að hluta til, þ.e. lækki vexti á húsnæðislánum. Munu ýmsir gera sér vonir um að það dugi til að fá verkalýðsfélögin til samvinnu um tekjustefnu. Ástæður fyrir háum vöxtum Norska vikuritið “Farmand" hefur nýlega kannað sérstaklega sambandið á milli verðlagsþróunar og vaxtaþróunar í Noregi. Þar kemur fram, að það er greinilega samband þarna á milli allt fram til 1980. Upp úr 1980 verða vextir talsvert hærri en verðbólgan og kemur það raunar heim og saman við þróunina í öðrum löndum. En það er fleira en verðbólgan sem er vísbending um vaxtaþróun. Skýringin á háum vöxtum kann m.a. að eiga rætur sínar að rekja Efni: Noregur: Háir vextir nauðsyniegir til að ná jafnvægi í þjóðarbúskapnum 1-2 Afskipti ríkisvaldsins af kjarasamningum 3 Erlend fréttabrot 4 Vextir og verðbólga 1954-1987

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.