Vísbending


Vísbending - 24.02.1988, Blaðsíða 2

Vísbending - 24.02.1988, Blaðsíða 2
VISBENDING 2 til stöðunnar í ríkisfjármálum. Frá árinu 1975 og fram til s.l. árs hefur ríkissjóður verið rekinn með halla og það er einmitt frá þeim tíma sem vextir hafa farið hækkandi. Staða ríkissjóðs hefur farið batnandi frá árinu 1984 en samt hafa vextir hækkað. Að mati “Far- mand“ gæti ein skýring verið sú, að almennt búist menn við að þetta sé tímabundið og að halli muni auk- ast á næstu árum. Önnur og veigameiri skýring gæti þó verið sú, að viðskipta- jöfnuður hefur versnað talsvert frá 1985. Háir vextir hljóti óhjá- kvæmilega að fylgja slæmri stöðu landa í viðskiptum þeirra við út- lönd. Pað er niðurstaða blaðsins, að vextir endurspegli einungis aðra þætti í efnahagslífinu auk þess sem væntingar fólks hafi sitt að segja. Það megi augljóslega sjá samheng- ið á milli vaxta annars vegar og verðbólgu, ríkisfjármáia og utan- ríkisviðskipta hins vegar. Enn fremur sé ljóst, að þetta væri ekki sérnorskt fyrirbæri því alþjóðlegur samanburður gefur til kynna að lönd með mikla verðbólgu, halla á viðskiptum við útlönd og tíðar gengisfellingar hafa einnig háa vexti. OECD um efnahagshorfur í Noregi Nýlega sendi OECD frá sér skýrslu um efnahagshorfur í Nor- egi og samkvæmt henni er engin von til þess að vextir lækki á meðan verðbólgan er þetta há. Þess er ekki vænst að vextir lækki fyrr en í fyrsta lagi á seinni helm- ingi ársins og þá aðeins nafnvextir. Raunvextir eru taldir verða áfram háir og jafnvel að þeir fari hækk- andi.( Á hinn bóginn bendir norsk könnun til þess að raunvextir séu um þessar mundir svipaðir í Nor- egi og í öðrum löndum). Norskur þjóðarbúskapur er sagður einkennast af ójafnvægi, bæði inn á við og í viðskiptum við útlönd. Þensla sé talsverð á vinnu- markaði og verðbólga mikil. Sagt er að gengisfelling í maí 1986 ásamt minni eftirspurn heima fyrir hafi stuðlað að srhávegis minnkun á viðskiptahalla. Hins vegar hafi aukinn útflutningur á fyrri helm- ingi 1987 ekki dugað til að vega upp á móti lægri eftirspurn og því hafi framleiðslan minnkað. Engu að síður jókst þensla á vinnumark- aði vegna þess m.a. að vinnuvikan var stytt í janúar 1987. Stytting vinnuvikunnar hafði ennframur í för með sér hlutfallslega hærri vinnuaflskostnað en áður. Og ekki eru horfurnar ýkja bjartar. Reiknað er með að hag- vöxtur verði aðeins 1% á þessu ári og einnig á því næsta, en hagvöxt- ur var aðeins tæp 2% á s.l. ári. Er jafnvel búist við lítilsháttar aukn- ingu atvinnuleysis, eða frá 2.25% 1987 í 2.5% 1988. Verðbólga verð- ur væntanlega eilítið lægri á þessu ári en því síðasta, en áfram hærri en í viðskiptalöndunum. Viðskiptajöfnuður mun svo væntaniega halda áfram að versna og verða neikvæður um 5.25 millj- arða dollara. Viðskiptahallinn var 5% af landsframleiðslu árið 1987.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.